fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rússneskir ribbaldar ræna og rupla

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 17:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem Vladimir Pútín hafi sent þorrann af hermönnum sínum nánast allslausa til Úkraínu. Töluvert af sögusögnum hafa verið um að rússneskir hermenn séu farnir að ræna matvöruverslanir og fleiri staði til að eiga birgðir. Þá hafa birst myndbönd á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem sjá má rússneska hermenn ræna öllu steini léttara á ýmsum stöðum.

Til að mynda birti fjölmiðillinn Liveuamap myndband af rússneskum hermönnum í ránsferð í úkraínsku borginni Kharkiv. Einn netverji í athugasemdunum vekur athygli á því að Kharkiv er „rússneskasta“ borgin í Úkraínu en meirihluti íbúa hennar eru rússneskumælandi.

„Svona kemur Rússland fram við rússneskustu borg Úkraínu. Mér hryllir við að ímynda mér hvað þeir munu gera við aðrar borgir,“ segir netverjinn.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en í því má sjá einn hermanninn læðast í búðarkassann á meðan hinir sækja sér hinar ýmsu vörur úr versluninni.

Liveuamap birti svo annað myndband af ránsferð Rússa í banka á Kherson svæðinu. Dregin er sú ályktun að um ræninginn sé ökumaður skriðdreka miðað við höfuðfat hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa

Kjartan segir að þetta muni leiða til stóraukinna umferðartafa
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“

Jólabarnið Jasmina búin að fá nóg af fólki sem segir hana ekki aðlagast – „Mig langar stundum í einfalt Excel-skjal með skýrum viðmiðum“
Fréttir
Í gær

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi

Þriðjungur grunnskólanema í sérkennslu eða með sérstakan stuðning í námi
Fréttir
Í gær

Elmar fékk þungan dóm

Elmar fékk þungan dóm
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð

Dæmdur fyrir að sviðsetja slys í Borgarbyggð
Fréttir
Í gær

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”

Arkitekt lýsir áhyggjum sínum: „Afleiðingin er sú að nú rísa hús sem enginn hefur beðið um”