fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Aðalsteinn fordæmir sinn gamla vinnustað – RÚV sýndi kostað kynningarefni sem heimildarmynd

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þátturinn Jarðgöng var á dagskrá RÚV í gærkvöldi og var kynntur sem : „Íslensk heimildarmynd um samfélagsleg áhrif jarðganga á Norðurlandi.“

Sýning myndarinnar hefur valdið nokkru fjaðrafoki, en um er að ræða þátt sem var framleiddur af N4 árið 2019 sem RÚV síðar keypti og sýndi svo í gærkvöldi. Umsjón með þættinum hafði Karl Eskil Pálsson sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi Samherja en hann starfaði árið 2019 fyrir N4. Þátturinn var kostaður af Vegagerðinni og Sóknaráætlun Norðurlands eystra, sem er verkefni sem var ætlað að efla byggðaþróun.

Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður Stundarinnar og varaformaður Blaðamannafélagsins, er meðal þeirra sem hafa gagnrýnt sýninguna. En hann sagði í samtali við Vísi.

„Þetta er náttúrulega ekki blaðamennska þó það kunni að hafa ásýnd blaðamennsku og framsetningin sé með þeim hætti. Þarna eru Vegagerðin og Sóknaráætlun Norðurlands eystra að kosta gerð þessa þáttar og í mínum huga þýðir það að þetta er kynningarmynd en ekki heimildarmynd.“

Gagnrýnin hefur lútið að því ríkissjónvarp Íslands hafi fyrirvaralaust sett á dagskrá þátt sem fjallar einhliða um kosti jarðganga og skauti alfarið framhjá gagnrýni á þær framkvæmdir. Þátturinn fjallaði um Vaðlaheiðagöng, Strákagöng, Héðinsfjarðargöng og Múlagöng á Norðurlandi, en öll eru í eigu opinberra aðila, Vaðlaheiðagöng í sveitarfélaganna á Norðurlandi eystra auk nokkurra fyrirtækja frá Norðurlandi og restin í eigu ríkisins.

Í þættinum séu kostir jarðganga tíundaðir og farið fögrum orðum um þau fjölmörgu tækifæri sem göngin hafi skapað atvinnulífi og íbúum á Norðurlandi.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur einnig gagnrýnt sýninguna. En hann skrifar á Facebook:

Mæringarþáttur um jarðgöng á Norðurlandi eftir upplýsingafulltrúa Samherja, sem hafði áður verið sýndur á annarri sjónvarpsstöð, á prime time á RÚV í gær. Lítill fókus á að Vaðlaheiðargöng ehf. skulda ríkinu tæpa 19 milljarða sem félagið getur ekki borgað.“

Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi að myndi hafi verið keypt af sjálfstæðum framleiðanda, N4, og samkvæmt þeim kröfum sem RÚV gerir um framleiðslu og fjármögnun slíkra mynda.

„Við keyptum hana og við göngum frá kaupum og sýningarrétti á myndinni sem heimildarmynd.“

Skarphéðinn vildi þó ekki gefa upp hvað RÚV hafi greitt fyrir sýningu þáttarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Í gær

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“