fbpx
Þriðjudagur 26.október 2021
Fréttir

Karl Gauti hreppti þingsæti á lokametrunum: „Sofnaði í 30 mínútur og datt inn“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 26. september 2021 09:53

Karl Gauti Hjaltason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvestur-kjördæmi var vígreifur núna í morgunsárið þegar ljóst var að hann hafði hreppt þingsæti á lokametrunum. Það blés ekki byrlega fyrir þingmanninn í byrjun talninganna því að lengi vel leit út fyrir að Miðflokkurinn væri að fá skelfilega útreið í kjördæminu.

„Ég er búinn að vera ískaldur í alla nótt. Þetta fór verst niður í 1,5 prósent minnir mig,“ segir Karl Gauti og viðurkennir að hann hafi talið litlar líkur á því að hann myndi sitja áfram á þingi.

„Ég upplifði reyndar þannig meðbyr í kosningabaráttunni að ég trúði ekki að fylgið yrði svona lítið. En þetta leit vissulega ekki vel út, ég var aldrei nefndur sem einu sinni möguleiki í alla nótt,“ segir Karl Gauti.

Hann segist hafa vakað nánast nóttina alla en rétt lagt sig í rúman hálftíma og vaknaði síðan við kraftaverkið. „Ég hefði sennilega átt að sofa meira í nótt,“ segir þingmaðurinn og hlær.

Hann sagðist vera að meðtaka niðurstöðuna og ætlaði að gera það í rólegheitunum. „Ég stend bara hérna á nærbuxunum og með kaffibolla í hönd,“ segir Karl Gauti eldhress.

Miðflokkurinn hlaut alls 5,5 prósent greiddra atkvæða og þrjá þingmenn. Auk Karls Gauta eru það Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Birgir Þórarinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kveikt í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi

Kveikt í bifreið í Háaleitis- og Bústaðahverfi
Fréttir
Í gær

DV ræðir við móður manns sem ráðist var á með exi á laugardagsmorgun – „Svona árás getur endað sem morð“

DV ræðir við móður manns sem ráðist var á með exi á laugardagsmorgun – „Svona árás getur endað sem morð“
Fréttir
Í gær

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“

Umdeild skrif Jakobs Bjarnar um hagsmunatengsl á RÚV – „Íslendingar eru prinsipplaus þjóð“ – „Hættu þessu rugli, Jakob“
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr: „Bara eitt íslenskt dýr sem er stranglega bannað í Húsdýragarðinum“

Jón Gnarr: „Bara eitt íslenskt dýr sem er stranglega bannað í Húsdýragarðinum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Einn fremsti hestamaður Íslands sakfelldur fyrir heimilisofbeldi

Einn fremsti hestamaður Íslands sakfelldur fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður lét dólgslega inni í unaðstækjaverslun og barði svipu í borðið – „Hann var ógnandi og þetta var verulega óþægilegt“

Maður lét dólgslega inni í unaðstækjaverslun og barði svipu í borðið – „Hann var ógnandi og þetta var verulega óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viðtal: Meira vesen að ferðast til Íslands en allra annarra Evrópulanda segir Jóhannes – Varar við tug milljarða kostnaði vegna takmarkana á landamærum

Viðtal: Meira vesen að ferðast til Íslands en allra annarra Evrópulanda segir Jóhannes – Varar við tug milljarða kostnaði vegna takmarkana á landamærum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt logar á Húsavík vegna sveitarstjórans – Stefán sakar Kristján um óheiðarleika – „Allt í steik“

Allt logar á Húsavík vegna sveitarstjórans – Stefán sakar Kristján um óheiðarleika – „Allt í steik“