fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

„Hryllingshúsið“ í Kópavogi seldist á 41,5 milljónir

Heimir Hannesson
Mánudaginn 20. september 2021 20:30

mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsið við Skólagerði auglýst var til sölu fyrr á þessu ári og DV sagði frá, seldist á innan við tveimur vikum á 41,5 milljónir, samkvæmt afsali sem DV hefur undir höndum. Húsið gekk undir nafninu „hryllingshúsið,“ enda í gríðarlega slæmu ástandi.

Auglýsingin vakti mikla athygli um leið og hún birtist. Þegar opið hús var auglýst var mælt með að áhugasamir kæmu í hlífðarfatnaði að skoða húsið.

Í auglýsingunni var húsinu lýst sem staðsteyptu parhúsi sem þarfnast gagngerrar endurnýjunar vegna áratuga vanrækslu á viðhaldi og umhirðu. Eignin er skráð 204,2 fermetrar og er á tveimur hæðum auk kjallara. Lóðin er 419 fermetrar og í sama ástandi og húsið: Ónýt.

„Rakaskemmdir eru í öllum rýmum eignarinnar á öllum hæðum og áberandi mygla víðast hvar, ásamt öðrum óhreinindum,“ stóð í auglýsingunni. Þar sagði jafnframt:

„Lagnir eru tærðar/ónýtar ásamt viðvarandi raka/leka þar sem lagnir liggja í veggjum á nokkrum stöðum. Botnplata í kjallara þarfnast endurnýjunar þar sem hún er morknuð og ílögn brotin/götótt á nokkrum stöðum og að líkindum sýkt af myglusvepp, líkt og aðrir fletir. Endurnýja þarf allar lagnir, miðstöðvarlagnir, neysluvatnslagnir og fráveitu. Einnig  rafmagnstöflu og annað raflagnaefni. Komast þarf fyrir raka í útveggjum, gólfflötum og berandi veggjum sem ganga niður í sökkul. Eignin þarfnast endurbóta á steyptum flötum ytra byrðis og endurnýja þarf allt tréverk, glugga, hurðir og þakkant.  Þakklæðning þarfnast einnig endurnýjunar.“

Það reyndust nágrannar fyrri eiganda sem keyptu húsið, þau Zuzana Holbicková og Andrej Holbicka. Eru framkvæmdir þegar hafnar. Búið er að rífa svo til allt út úr húsinu, endurnýja þakið og skipta út neðanjarðar lögnum utan húss auk þess sem sökkull hússins hefur verið einangraður.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Í gær

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins