fbpx
Föstudagur 15.október 2021
Fréttir

Blóðbankinn mótmælir og segir ótímabært að heimila blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna eins og nú er lagt til

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 20. september 2021 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blóðbankinn hefur skilað umsögn um tillögur heilbrigðisráðherra um breytingar á reglugerð er varðar heilsufarsskilmerki blóðgjafa og frávísanir vegna áhættuþátta, en með þeirri breytingu verður samkynhneigðum heimilt að verða blóðgjafar.

Í umsögninni má finna alvarlegar athugasemdir við breytingarnar. Meðal annars segir í umsögn:

„Orðalag og innihald í reglugerðardrögum eru að mati Blóðbankans illa ígrundaðar og breytingar ekki tímabærar með þeim hætti sem þær eru settar fram.“

Blóðbankinn telur réttar að fara eftir tímasettri áætlun í áföngum sem miði að þvi að rýmka heilsufarsskilmerki blóðgjafa án þess að auka áhættu blóðþega.

„Óbreytt reglugerðarbreyting ráðherra stefnir þjónustu Blóðbankans í tímabil óvissu sem ekki verður unað við. Breytingar á þessari reglugerð í takt við það sem Blóðbankinn leggur til gerir heilbrigðisráðuneytinu mögulegt að vinna nánar með ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu, Landspítala, Blóðbankanum og fjölmörgum öðrum aðilum á næstu árum.“

Blóðbankinn segir að áfangaskipt innleiðing breytinga skili árangri og sé sömuleiðis upplýsandi fyrir almenning og fagfólk. Sú vinna tryggi líka stöðugt mat og endurmat fagfólks á árangri eða neikvæðum afleiðingum ákvarðana með aðferðum áhættugreiningar.

„Slíkur ferill nær einnig að draga það fram í dagsljósið hvort stjórnmálamenn sem taka mikilvægar ákvarðanir á þessu sviði hafi hugað nægilega að faglegum sjónarmiðum til að tryggja í hvívetna velferð og öryggi sjúklinga (blóðþega) í takt við ráðherraskyldur sínar. Heilbrigðisyfirvöld geta þannig metið árangur ákvarðana með notkun árangursmælikvarða.“

Í umsögn er vísað til þess að samkvæmt erlendum rannsóknum sé tíðni HIV um 70-100 sinnum hærri meðal karlmanna sem stundi kynlíf með öðrum karlmönnum.

Til að hverfa frá ævilangri frávísun karlmanna sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum þurfi að fara fram ákveðin rannsókn, NAT-skimun og taka upp tímabundna frávísun þessa hóps við blóðgjöf, svo sem viðmiðið 1 ár frá kynmökum karlmanns við annan karlmann.

Blóðbankinn segir að „illa ígrundaðar eða illa undirbúnar tillögur“ svo sem þær sem nú eru lagðar til geti grafið undan trausti almennings á mikilvægu starfi blóðgjafa og Blóðbankans sem og skapað óvissu meðal blóðgjafa og blóðþega. Þar að auki ýti þær undir „ótímabærar væntingar“ samkynhneigðra manna um að breytingarnar verði skjótar, en sambærilegar breytingar hafi tekið lönd eins og England og Kanada 12-22 ár að innleiða í vel skipulögðum áföngum.

Hér má finna umsögn Blóðbankans í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband af hersýningu í Norður Kóreu vekur óhug á Twitter – Brjóta múrsteina með berum höndum á meðan Kim Jong Un fylgist með

Myndband af hersýningu í Norður Kóreu vekur óhug á Twitter – Brjóta múrsteina með berum höndum á meðan Kim Jong Un fylgist með
Fréttir
Í gær

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“

Sigurbjörn greindist með fjórða stigs krabbamein – „Kannski verð ég dáinn áður en árið er liðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðeins 8% vilja Bjarna Ben sem næsta forsætisráðherra – Þjóðin vill Kötu Jak

Aðeins 8% vilja Bjarna Ben sem næsta forsætisráðherra – Þjóðin vill Kötu Jak
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallmundur bætist í eigendahóp Deloitte Legal

Hallmundur bætist í eigendahóp Deloitte Legal