fbpx
Sunnudagur 17.október 2021
Fréttir

COVID-smitaður handtekinn vegna líkamsárásar og brots á sóttvarnarlögum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 05:31

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan handtók í nótt mann í mjög annarlegu ástandi í sóttvarnarhúsi. Hann er grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og brot á sóttvarnarlögum þar sem hann er með staðfest COVID-19 smit. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Einn var handtekinn eftir að hafa verið gripinn glóðvolgur við innbrot í skóla í miðborginni. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Í Kópavogi var maður handtekinn grunaður um rán og nytjastuld á ökutæki. Hann var vistaður í fangageymslu.

Nokkrir ökumenn voru kærðir fyrir umferðarlagabrot í gærkvöldi og nótt, þar á meðal fyrir að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldspýtur seldar við hliðina á jólageitinni – „Allt á einum stað í IKEA“

Eldspýtur seldar við hliðina á jólageitinni – „Allt á einum stað í IKEA“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar gekk hart að Þórólfi í Kastljósi: Þórólfur skellir skuldinni á Svandísi – „Það er ekki ég sem geri þetta“

Einar gekk hart að Þórólfi í Kastljósi: Þórólfur skellir skuldinni á Svandísi – „Það er ekki ég sem geri þetta“