fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Starfsmenn Menntamálastofnunar treysta hvorki forstjóra né yfirstjórn – Einelti og ógnarstjórn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 29. júlí 2021 06:59

Arnór Guðmundsson er forstjóri Menntamálastofnunar.Mynd:Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vor var gerð viðhorfskönnun á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins meðal starfsmanna Menntamálastofnunar (MMS) um starfsumhverfi þeirra. Niðurstaðan er að 61% starfsmanna bera ekki traust til forstjórans, Arnórs Guðmundssonar, og 60% bera ekki traust til yfirstjórnar stofnunarinnar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að 13% starfsmanna segjast hafa orðið fyrir einelti í starfi og 25% segja að á síðustu 12 mánuðum hafi þeir orðið vitni að einelti gegn öðrum starfsmönnum. Svarhlutfallið í könnuninni var 98%.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að þrír starfsmenn hafi sagt upp vegna þess sem þeir segja vera stjórnunarvanda, stefnuleysis, hentileikastefnu, skorti á yfirsýn yfir verkefni og fjármál og vegna eineltistilburða forstjórans. Haft er eftir starfsmanni, sem vildi ekki koma fram undir nafni, að ógnarstjórnun og þöggunarmenning ríki hjá stofnuninni, þetta birtist að sögn til dæmis í hótunum um brottrekstur.

Í viðhorfskönnuninni lýsa sumir starfsmenn því að starfsandinn sé þungur, þeir óttist um störf sín og þori ekki að segja skoðanir sínar. „Fólk er hrætt við að verða refsað, sett út í kuldann og jafnvel sagt upp ef það vill rökræða málin,“ sagði einn starfsmannanna.

Einn þeirra sem hefur hætt störfum hjá stofnuninni bar starfsandann hjá MMS saman við stjórnunartilburði í alræðisríkjum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eineltismál koma upp hjá MMS. Í fyrra gerði ráðgjafarfyrirtæki skýrslu um eineltismál innan MMS að beiðni menntamálaráðuneytisins. Í úrbótatillögum og niðurstöðum hennar var stjórnun hjá MMS metin sem áhættuþáttur fyrir félagslega og andlega heilsu á vinnustaðnum og lagt var til að verkferlar í eineltismálum yrðu yfirfarnir.

Óánægja starfsmanna beinist einna helst að Arnóri Guðmundssyni, forstjóra, og hafa starfsmenn ítrekað óskað eftir umbótum. Menntamálaráðuneytið hefur nú ráðið mannauðsfyrirtæki Auðnast til að vinna umbótaáætlun og gera heilsufarsmat á starfsfólki MMS. Sú vinna hefst að sumarfríi loknu.

Arnór Guðmundsson vildi ekki tjá sig um málið annað en að það sé í ferli og að unnið verði með ráðgjöfum við að frá fram sjónarmið starfsfólks og vinna úr vandanum.

Menntamálaráðherra endurskipaði Arnór sem forstjóra MMS í júlí á síðasta ári og gildir sú skipun í fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi

Sambúðarslit drógu dilk á eftir sér – Lögmenn miðluðu bankaupplýsingum í heimildarleysi
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“

Bubbi horfði á viðtal við Hallgrím og sá að hann væri í vandræðum – „Ég hef aldrei hitt Bubba áður“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti

Fjórir handteknir eftir að busavígsla fór úr böndunum – Beittu vatnspyndingum og hýddu bert skinn með belti
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“

Selfyssingur á sjötugsaldri klæmdist við stúlku sem hann hélt að væri 13 ára – „Stingdu titraranum í þig“
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax

Trump segir Maduro og eiginkonu hans að yfirgefa Venesúela strax
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna

Segja eina ástsælustu jólahefð Svía ýta undir brot á réttindum barna