fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Tekist á um einkaflug ráðherranna á samfélagsmiðlum – Bruðl eða bráð nauðsyn?

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 25. júlí 2021 15:00

mynd/Eyþór samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar frétta af gríðarlegri aukningu Covid-19 smita í samfélaginu tilkynnti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í vikunni að hann hyggðist afhenda heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum um aðgerðir innanlands. Áður hafði ríkisstjórnin ákveðið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að allir þurfi, bólusettir og ekki, að framvísa neikvæðu PCR próf. Þó eru þar þau nýmæli að hraðpróf verða tekin gild.

Degi eftir að minnisblaðið var afhent ráðherranum boðaði Katrín Jakobsdóttir til ríkisstjórnarfundar og var ákveðið að hann skyldi halda á Egilsstöðum á Hótel Valaskjálf. Var það gert í ljósi þess að margir ráðherranna voru komnir austur á land, sumir vegna jarðarfarar Þórunnar Egilsdóttur, fyrrum þingmanns Framsóknarflokksins sem fram fór í dag. Þórunn lést níunda þessa mánaðar á Akureyri.

Þegar ljóst varð að þau fjögur almenn áætlunarflug sem voru á dagskrá í fyrradag frá Reykjavík til Egilsstaða voru öll uppbókuð, var brugðið á það ráð að ferja þá þrjá ráðherra sem voru í Reykjavík austur á land. Þeir ráðherrar voru flokkssysturnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir auk formanns Framsóknarflokksins, Sigurði Inga Jóhannssyni.

Samkvæmt heimildum DV voru þó fleiri í flugvélinni, þó ekki liggi fyrir hverjir það voru.

Myndir náðust af ráðherrunum bíða á flugvellinum í fyrradag. Vakti myndin af ráðherrunum sitjandi í biðstofu Ernis við Reykjavíkurflugvöll sérstaka athygli þar sem Sigurður Ingi virtist vera að skoða einhverskonar kvittun. Ekki stóð á bröndurum frá húmoristum Internetsins.

Í kjölfar fundarins gaf upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, Róbert Marshall, það út að flugferðin hafi kostað 800 þúsund krónur, og ætlaði þá allt um koll að keyra á samfélagsmiðlum. „Bruðl“ öskruðu sumir á meðan aðrir spurðu, miskurteisislega hvort ekki hefði verið hægt að halda fundinn með fjarfundarbúnaði. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, var ein þeirra sem gagnrýndi ferðamáta ráðherranna. Það gerði hún með harðorðri færslu á Facebook, sem sjá mér hér að neðan.

Katrín Jakobsdóttir benti síðar á að fundinn hefði ekki verið hægt að halda með fjarfundabúnaði vegna netöryggismála, en líka vegna þess að ríkisstjórnarfundi ber að halda um ákveðin málefni. „Við höf­um ekki verið með fjar­fundi í rík­is­stjórn­inni, bæði út af netör­ygg­is­ástæðum en auk þess er þetta meiri hátt­ar stjórn­ar­mál­efni sem ber að ræða á rík­is­stjórn­ar­fundi,“ sagði Katrín. Ekki fór mikið fyrir þessum orðum Katrínar, en segja þeir sem DV hafa rætt við um málið að þar hafi hún hitt naglann á höfuðið. Hafa sumir þeirra haft á því orð að óvíst er hvort fjarfundur standist kröfur stjórnarskrárinnar um ríkisstjórnarfundi. Þá bentu þeir jafnframt á að eini maðurinn sem dæmdur hefur verið af Landsdómi vegna starfa sinna sem ráðherra, var dæmdur fyrir einmitt það að halda ekki slíkan fund um mikilvægt stjórnarmálefni. Það langar því líklega fæstum að taka neina sénsa þegar kemur að þessum kröfum stjórnarskrárinnar.

Þá benti blaðamaður Fréttablaðsins, Magnús H. Magnússon á það að málið er auðvitað þrælpólitískt: „Elska hvernig leigð hreyflavél verður að einkaþotu þegar pólitískir andstæðingar stíga fæti inn í hana,“ segir hann meðal annars í viðbrögðum sínum við færslu Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur, borgarfulltrúa Pírata. Þá má sjá brot af öðrum viðbrögðum á samfélagsmiðlum við fluginu hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi