fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segir orðspor læknisins Hannesar Hjartarsonar vera einstakt og dregur úrskurð um hann í efa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. júlí 2021 20:01

Frá vinstri: Birgir Guðjónsson, Glæsibær og Hannes Hjartarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflæknisfræði og meltingarsjúkdómum, kemur háls- nef- og eyrnalækninum Hannesi Hjartarsyni til varnar í grein í Fréttablaðinu í dag.

Mál Hannesar komust í hámæli í fjölmiðlum fyrir um viku síðan, í kjölfar þess að heilbrigðisráðuneytið staðfesti úrskurð Landlæknis um að Hannes skyldi sviptur lækningaleyfi. Úrskurð ráðuneytisins má lesa hér. Hannes er sakaður um að hafa framkvæmt mikinn fjölda af óþarfa aðgerðum sem hefðu getað stefnt sjúklingum hans í hættu. Einnig er hann sakaður um að hafa gefið upp rangar upplýsingar í útgáfu reikninga til Sjúkratrygginga ríkisins. Forsvarsmenn fyrrverandi vinnustaðar Hannesar, Handlæknastöðvarinnar, báðust afsökunar á framgöngu hans í yfirlýsingu í síðustu viku.

Sjá einnig: Stjórnarformaður Handlæknastöðvarinnar miður sín yfir máli Hannesar

Birgir Guðjónsson segir í grein sinni:

„Handlæknastöðin, Landlæknir og forstjóri Sjúkratrygginga hafa keppst við að taka Hannes Hjartarson af „atvinnulífi“ án tillits til viðurkennds, merks, sérhæfðs ferils.Málarekstur er að mörgu leyti furðulegur. Tönnlast er á því að óháðir sérfræðingar hafi sagt að margar aðgerðir hans á nefi og ennisholum hafi verið ónauðsynlegar og gamaldags. Gagnrýnt er að hann hafi jafnvel meðhöndlað tveggja ára barn!“

Eftir tilkynningu til Landlæknisembættisins um Hannes frá Handlæknastöðinni lagðist nefnd sérfræðinga yfir störf Hannesar og skoðaði 53 aðgerðir hans á tímabilinu 1. september 2019 til 30. nóvember sama ár og skiluðu skýrslu um athuganir sínar. Var það mat sérfræðinganna að hann hefði gert óeðlilega margar aðgerðir vegna tiltekins líkamsástand (sem er ekki tilgreint í úrskurðinum), en á framangreindu tímabili hafi hann framkvæmt 38 slíkar aðgerðir á meðan aðrir læknar á Handlæknastöðinni hefðu framkvæmt 0-2 slíkar aðgerðir.

Birgir bendir hins vegar á að sjúklingar leiti til lækna að eigin frumkvæði eða vegna tilvísunar læknis. Segir hann að þriðji aðili geti ekki úrskurðað aðgerð ónauðsynlega án samráðs við viðkomandi sjúkling. Birgir bendir enn fremur á að það fari eftir orðspori læknis hvað mikið er leitað til hans og gefur hann í skyn að þessi þáttur geti hafa haft áhrif til þess að Hannes hafi framkvæmt miklu fleiri aðgerðir en kollegar hans.

Þá segir Birgir:

„Á 44 ára starfsferli mínum í Læknastöðinni hef ég ósjaldan greint ákveðinn sjúkdóm sem krefst sérhæfðrar skurðaðgerðar sem getur verið f lókin. Af þeim sem ég hef leitað til hefur Hannes verið öllum snjallari að leysa þetta og sýnt dómgreind og snilli. Hann á traust mitt.“

Handlæknastöðin hefur í yfirlýsingu beðist afsökunar á framferði Hannesar en Birgir virðist telja að von sé á sérstakri afsökunarbeiðni til sjúklinga Hannesar og segir hann:

„Það verður fróðlegt að sjá bréf Handlæknastöðvarinnar til sjúklinga Hannesar til að biðja þá afsökunar á að hafa fengið úrlausn meina sinna hjá honum.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi