fbpx
Laugardagur 28.janúar 2023
Fréttir

Himinhátt verð á bílaleigubílum á Íslandi – Ódýrasti bíllinn kostar 1,36 milljónir í þrjár vikur – „Þetta er sanngjarnt“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 13. júlí 2021 10:34

Mynd af bíl/Pixabay - Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa stundina streyma ferðamenn til landsins og vilja margir þeirra leigja bíl til að bruna um allt Ísland og sjá sem mest á sem stuttum tíma. Fólk sem hefur ferðast um landið undanfarna daga hefur eflaust séð hvíta Dacia Duster bíla í röðum, alla með límmiða á eldsneytislokinu til að passa að túristinn setji alveg örugglega bensín en ekki dísel. Ljóst er nefnilega að eftirspurnin eftir bílaleigubílum hefur snaraukist vegna aukins straums ferðamanna til landsins og aðdáendur hagfræðingsins Adam Smith vita upp á hár hvað gerist þegar eftirspurnin fer hækkandi, verðið hækkar með.

Það bjuggust þó eflaust fæstir við því að verðið myndi hækka upp úr öllu valdi eins og raunin er í dag. Ef leitað er eftir bíl til leigu í þrjár vikur í júlí og ágúst hér á landi á vefsíðunni Rentalcars.com má sjá að einungis er hægt að leigja þrjá bíla á þeim tíma. Ódýrasti bíllinn sem hægt er að leigja er af gerðinni Opel Astra og kostar leigan á þeim bíl, eða öðrum af svipaðri gerð, ekki nema 1.364.600 krónur. Annar kostur er að leigja aðeins stærri bíl af gerðinni Nissan Qashqai en það kostar 2.321.630 að leigja þann bíl, eða annan af svipaðri gerð, í þrjár vikur.

Skjáskot/Rentalcars.com
Skjáskot/Rentalcars.com

Bæði verðin sem sjá má hér fyrir ofan koma frá bílaleigunni Sixt. DV hafði samband við starfsmann bílaleigunnar sem sagði að þessi verð væru nærri lagi. „Ég get ekki staðfest að þetta sé nákvæmlega rétt verð en ég get staðfest að núna eru verð yfirhöfuð mjög há hjá Sixt og öðrum fyrirtækjum,“ sagði starfsmaður Sixt í samtali við blaðamann. „Þetta er sanngjarnt fyrir svona langan tíma.“

Þar sem verðin á bílaleigubílum er svona hátt gæti það hreinlega borgað sig fyrir ferðamenn að kaupa bara bíla hér á landi í staðinn. Það kostar til að mynda svipað mikið að leigja Opel Astra bílinn og hreinlega að kaupa notaðan Opel Astra af árgerðinni 2016 sem keyrður er í kringum 80.000 kílómetra. Þó svo að bílakaup séu sjaldan talin vera góð fjárfesting þá gætu þau þó verið það fyrir ferðamenn sem hafa í hyggju að leigja bíl í þrjár vikur á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni

Jóhannes sóttur til saka í héraði og Lexusinn á uppboði hjá Sýslumanni
Fréttir
Í gær

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“

Frosti svarar Jóni Trausta fullum hálsi – „Hann veittist að persónu minni og mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg

Baldur segir hugvíkkandi efni ekkert annað en fíkniefni – Skilaboðin að fíkniefnaneysla sé eðlileg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann

Þorlákur dæmdur til að greiða samfanga bætur fyrir líkamsárás á Litla-Hrauni – Afplánar sjö og hálfs árs dóm fyrir tilraun til að drepa varaþingmann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur

Vestrænir skriðdrekar auka á ótta Rússa við að bíða sögulegan ósigur