fbpx
Mánudagur 26.júlí 2021
Fréttir

Betri tíð hjá veitingastöðum eftir rýmkun á sóttvarnareglum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 09:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að sóttvarnareglur voru rýmkaðar hefur hagur veitingastaða batnað og flestir eru þeir komnir með fulla afkastagetu og geta tekið við þeim fjölda sem þeir hafa leyfi fyrir. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hrefnu Björk Sverrisdóttur, veitingakonu á Roki við Frakkastíg og formanni Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.

Þegar gripið var til sóttvarnaaðgerða vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar gagnrýndu samtökin þær og sögðust telja að veitingastaðir bæru skarðan hlut frá borði miðað við ýmsa aðra starfsemi á borð við leikhús og verslanir. Sögðu samtökin að sóttvarnaaðgerðirnar hefðu kippt stoðunum undan rekstrargrundvelli veitingastaða.

En nú er staðan betri að sögn Hrefnu. Nú mega allt að 300 manns vera inni á veitingastað í einu og sagði hún að langflestir staðirnir séu undir því marki. Þá komi tímamörk ekki að sök hjá veitingastöðum því fæstir séu þeir opnir lengur en til klukkan eitt. En lokunartíminn kemur niður á börum og skemmtistöðum. „Þetta tekur tíma en er allt á áætlun. Það virðist styttast í að öllum takmörkunum verði aflétt,“ er haft eftir henni.

Hún sagði að fólk væri farið að sækja veitingastaði enda sé búið að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar og lítið um smit. Hún sagði að þetta væri komið í svipaðan farveg og fyrir faraldurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“

Nýjar „skeiðar“ í skyrdósum gerðu allt brjálað á Matartips – „Þetta er svo mikið helvítis rugl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur

Allt stopp í Kömbunum eftir þriggja bíla árekstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taktu könnun: Hvað finnst þér um nýju takmarkanirnar?

Taktu könnun: Hvað finnst þér um nýju takmarkanirnar?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr

200 manna samkomutakmarkanir og skemmtistaðir loka fyrr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“

Viggó furðar sig á viðbrögðum íslenskra sóttvarnayfirvalda – „Við erum bólusett. Hættan vegna þessara smita er hverfandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“

Íslendingar á nálum yfir ákvörðun ríkisstjórnarinnar – „Allir ráðherrar í hvítvínslegi í hitanum fyrir austan og harðneita því að stöðva sumarið“