fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Gunnar Birgisson er látinn

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. júní 2021 04:51

Gunnar Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri, lést í gær á heimili sínu. Hann fæddist í Reykjavík 30. september 1947 og var því 73 ára þegar hann lést. Gunnar var kvæntur Vigdísi Karlsdóttur, sjúkraliða, og saman eiga þau dæturnar Brynhildi og Auðbjörgu Agnesi.

Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 og lauk grunnnámi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1977. Hann lauk M.Sc.-prófi í byggingaverkfræði frá Heriot-Watt University í Edinborg 1978 og doktorsprófi í jarðvegsverkfræði frá University of Missouri 1983.

Hann starfaði sem verkfræðingur hjá Norðurverki árið 1977 og hjá Hönnun hf. frá 1979 til 1980. Hann var síðan verkfræðingur og framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. frá 1980 til 1994 og Klæðningar ehf. frá 1986.

Gunnar var bæjarstjóri í Kópavogi 2005 til 2009. Hann var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019 og gegndi stöðu sveitarstjóra Skaftárhrepps tímabundið á síðasta ári.

Hann var alþingismaður Reyknesinga frá 1999 til 2003 og Suðvesturkjördæmis frá 2003 til 2006.

Hann átti sæti í fjölda nefnda og stjórna og gegndi ýmsum trúnaðarstöðum á þeim vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf