fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fréttir

Mótettukórinn harmar brottrekstur kórstjórans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. maí 2021 14:41

Mynd: Facebook-síða Mótettukórsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herði Áskelssyni, kantor, kórstjóra og organista í Hallgrímskirkju var vikið frá störfum fyrir skömmu.

Þessi ákvörðun sóknarnefndar Hallgrímskirkju hefur vakið mikla athygli og óánægju víða. Mótettukór Hallgrímskirkju hefur nú ályktað um málið á Facebook-síðu sinni og segir:

„Sóknarnefnd Hallgrímskirkju hefur vikið Herði Áskelssyni úr starfi kantors Hallgrímskirkju. Hörður stofnaði Mótettukórinn árið 1982 og hefur leitt hann farsællega síðan, aukið veg kirkjutónlistar á Íslandi svo að um munar og skapað umgjörð um kórstarf sem hefur verið líf og yndi hundraða söngvara. Við þessi tímamót vill Mótettukórinn senda Herði kveðju sína og þökk, og segja honum að kórinn fylgi honum hvert á land sem er úr Hallgrímskirkju 31. maí, á vit þess sönglífs sem hann vill hafa forystu um að skapa.“

Margir núverandi og fyrrverandi félagar í kórnum tjá sig á samfélagsmiðlum og lýsa yfir mikilli óánægju með brotthvarf Harðar. Margir tjá sig í löngu máli um glæstan feril Harðar en einn lætur þetta nægja:

„Vér mótmælum þessum gjörningi!“

https://www.facebook.com/motettukor/posts/10165505922875392

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán