fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður

Máni Snær Þorláksson, Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 20:00

Dóra Björt Guðjónsdóttir Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því í vikunni að Reykjavíkurborg hafi gefið út bækling þar sem finna má ýmis viðbrögð og svör við fyrirspurnum og kvörtunum sem fólk gæti veirð með vegna aðgengis trans fólks á kyngreindum klefum í sundi. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur verið framarlega í umræðunni í tengslum við fréttir af málinu en hún er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs borgarinnar.

Dóra deildi í gær frétt Fréttablaðsins um málið inn á Facebook-hópinn Pírataspjallið. Í kjölfarið hófust kröftugar umræður um málefnið en í þeim mátti sjá nokkra aðila sem voru afar transfóbískir í athugasemdum sínum. „Loðinn karl með typpi má nefninlega mín vegna alveg skilgreina sig eins og hann/hún/hán vill. Ég vil bara ekki að viðkomandi sé í sturtu með konunni minni,“ segir til að mynda einn og fleiri skrifa í svipuðum dúr. „Verður súper gaman fyrir ung stúlkubörn að sjá getnaðarlimina í sturtunni, hjá einstaklingi sem segist vera „kona“. Reikna með að foreldrar barna verða upp til hópa einstaklega ánægð með svona þróun,“ segir til að mynda annar í athugasemdum við þráðinn.

Sterkasta sverðið er kennsla og þekking

Dóra Björt segir að svona athugasemdir komi sér ekki á óvart en þær eru algengar hjá virkum í athugasemdum þegar kemur að svona umræðu. „Það er auðvitað leitt að sjá það en ég er ekki viss um að þetta endurspegli vilja og skoðanir hins breiða og stóra vilja almennings,“ segir Dóra í samtali við DV og bendir á að hún hafi séð mikið af umræðu í öðrum hópum þar sem viðhorfið til trans fólks er mun jákvæðara. Þá hefur hún einnig séð að þegar fólk kemur með transfóbískar skoðanir þá séu þær kæfðar með jákvæðni í garð trans fólks. Segja má að það hafi einmitt gerst í Pírataspjallinu við umrædda færslu en afar margir komu trans fólki til varnar í athugasemdunum og bentu á fáránleika athugasemda þeirra sem gagnrýndu hópinn.

„Langflestir eru, held ég, ekkert mikið að kippa sér mikið upp við þetta. Einhverjir kvarta, einhverjir eru með neikvæðni og skilja kannski ekki. Að einhverju leyti er alveg eðlilegt að fólk upplifi að þetta sé sérstakt og nýtt en það er auðvitað alltaf þannig í allri mannréttindabaráttu. Eitthvað sem þótti undarlegt fyrir árum eða áratugum síðan er síðan talið mjög hversdagslegt í dag,“ segir Dóra og tekur sem dæmi samkynhneigt fólk. „Það er ekki mjög langt síðan samkynhneigð var talin skaðleg og hættuleg. Samkynhneigt fólk mátti ekki giftast og fólki þótti ósmekklegt að sjá samkynhneigt fólk kyssast úti á götu, það er ekki svo langt síðan.“

Dóra segir réttindabaráttu trans fólks vera á svipuðum stað og réttindabarátta samkynhneigðra var á fyrir um 20 árum síðan. „Það sem er mikilvægt í allri svona baráttu og í allri þróun hugmynda og norma er þetta opna samtal. Upplýsingar eru mikilvægur lykill í þessu, fræðsla og þekking eru í rauninni gott vopn gegn fordómum og hugmyndum afturhalds.“

„Fólk býr til eitthvað bull og stráir því yfir allt“

Talandi um aðgengi trans fólks að búningsklefunum sem það kýs að nota sagði Dóra að mótrökin væru fyrst og fremst byggð á mýtum, upphugsuðum aðstæðum, eða fantasíum. „Þetta er eginlega týpiskur hræðsluáróður þar sem fólk er að gera sér upp hluti sem gætu gerst. Svo sýna rannsóknir að þessir hlutir gerast örsjaldan, eða bara alls ekki.“

Hún sagði að leiðinlegt einkenni kommentakerfa líkt og um ræðir væri einmitt aðstæður sem væru uppspuni. „Fólk býr til eitthvað bull og stráir því yfir allt þetta mál til að grafa undan mannréttindabaráttu trans fólks.“ Hún sagði að markmiðið með umræðu sem þessari væri að búa til áhyggjur: „Áhyggjur af ofbeldi, áhyggjur af einkarými kvenna, áhyggjur af óþægindum. Allskonar áhyggjur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum,“

Fólk sem treysti sér ekki í kring um trans fólk geti bara farið í einkabúningsklefa

Dóra ræddi þá um fólk sem sagði að sér þætti óþægilegt að vera í búningsklefa með trans fólki og gaf því eina spurningu: „Ertu semsagt að segja að trans fólk særi blygðunarkennd þína bara með því einu að vera til?“. Þá benti hún þeim einnig á að nota einkabúningsklefa sem eru aðgengilegir, ef það treysti sér ekki til að vera með trans fólki í klefa, eða þá að það gæti sleppt því að fara í sund.

Einnig fjallaði Dóra um fólk sem væri með „tvöfalt siðgæði“ þegar kæmi að málefnum trans fólks. Um væri að ræða fólk sem léti eins og það væri mjög frjálslynt og opið fyrir öllu, en þegar á það reyndi brygðist það. Hugsunarhátt þennan einfaldaði Dóra svona: „Trans fólk má vera til, en við viljum ekki sjá þau. Við viljum ekki verða vitni að fjölbreyttri kyntjáningu, en við erum roslega opin og frjálslynd á yfirborðinu.“

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi