fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu myndband af einni dýrustu snekkju í heimi – Liggur slök við Eyjafjörð

Tobba Marinósdóttir
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 18:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein stærsta snekkja veraldar liggur slök við Eyjafjörð líkt og fram hefur komið. Akureyringurinn og lögmaðurinn Jóhannes Már Sigurðsson myndaði snekkjuna með dróna og deildi á youtube. Sést hún þar innrömmuð af íslenskri náttúrufegurð.

Snekkjan er í eigu rúss­neska við­skipta­jöfursins Andrey Melnit­sén­kó sem er 95. ríkasti maður heims samkvæmt vef Forbes. Snekkjan sem ber nafnið A, er 142 metra löng og möstrin eru um 100 metrar á hæð samkvæmt frétt Fréttablaðsins. 

 

Minímalískur stíll skútunnar er afar grípandi en hún er hönnuð að innan af einum færasta hönnuðu heims hinum franska Philippe Starck.
Starck er frægur fyrir mínímalíska hönnun sína og þekkja margir íslendingar hann sem „sítrónupressuhönnuðinn“ en mikið æði greip um sig hérlendis fyrir rúmum áratug þegar allir og amma þeirra hlupu til og keyptu sítrónupressuna frægu.

Starck hefur hannað fjölda fleyga meðal annars hluta af snekkju Steve Jobs sem nú er í eigi Lauren Jobs.

Whimsical designs by Philippe Starck - RTF | Rethinking The Future
Átt þú svona pressu? Mynd: Starck.com

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi