fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Ólíklegt að eldgos myndi valda truflunum á raforkuflutningi

Bjarki Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 15:28

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsnet hefur í dag verið að meta viðbrögð út frá sviðsmyndum og áhættumati sem nú er unnið eftir. Farið hefur verið í gegnum mögulegar áhættur hverrar sviðmyndar og viðbrögð við þeim metin. Sviðsmyndirnar tengjast bæði eldgosi og stórum skjálftum og eru þær í stöðugri uppfærslu og áhættumati eftir upplýsingum frá Almannavörnum, Veðurstofunni og sérfræðingum Landsnets.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsnet sendi frá sér í dag. Niðurstöðurnar eru þær að ólíklegt sé að eldgos myndi valda truflunum á raforkuflutningi á Reykjanesi. Ef útlit er fyrir að hraun muni ógna línunni mun Landsnet hafa tíma til að grípa til aðgerða og verja línuna með gerð varnargarða eða kælingu með öflugum dælum.

„Við höfum líka verið að vinna með sviðsmynd sem snýr að því að reka Reykjanesið sem eyju beint frá þeim virkjunum sem eru staðsettar á svæðinu ef Suðurnesjalína færi út. Það er ekki hægt í dag, en verið er að vinna að úrbótum með framleiðanda búnaðar á virkjanasvæðinu. Einnig er vinna hafin við aðgerðaáætlun vegna flutnings á varaflsvélum inn á svæðið. Við erum á vaktinni og munum fylgjast vel með í nánu samstarfi við Almannavarnir og Veðurstofuna,“ kemur fram í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Í gær

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur

Lalli Johns bjargaði konum frá ofbeldi í undirheimum Reykjavíkur
Fréttir
Í gær

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“

Sigrún leggur til útför þessara merkingarlausu orða – „Það yrði heldur betur þörf athöfn“