fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Icelandair vill að framlínustarfsfólk í flugi njóti forgangs í bólusetningu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. mars 2021 06:55

Mynd: Fréttablaðið/Anton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair telur bólusetningu flugliða og annars starfsfólks flugfélaga sem á í samskiptum við flugfarþega og fólk erlendis mikilvæga. Formenn félaga flugmanna og flugfreyja styðja óskir Icelandair um að þetta fólk fari framar í bólusetningarröðina en ekki hefur fengist heimild til þess.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. „Mikil áhersla er lögð á að tryggja að smit berist ekki hingað yfir landamæri. Þetta starfsfólk er að halda uppi samgöngum við landið og fer út fyrir landamærin og kemst í snertingu við fólk um borð í flugvélum og erlendis. Þótt smithætta sé lítil um borð í flugvélum er hún samt einhver og fólkið er lengur í snertingu við farþega en margir aðrir sem koma að komufarþegum,“ hefur blaðið eftir Jens Þórðarsyni, framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs Icelandair.

Hann sagði einnig að Icelandir vilji vinna með stjórnvöldum í baráttunni gegn heimsfaraldrinum og telji að bólusetning starfsfólks félagsins sé mikilvægur hlekkur í að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur.

Embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytið synjaði ósk Icelandair um að framlínustarfsfólk félagsins verði bólusett gegn kórónuveirunni. Jens sagðist telja að hér sé um eitthvað á þriðja hundrað manns að ræða.

Formenn Flugfreyjufélags Íslands og Félags íslenskra atvinnuflugmanna vilja að félagsmenn þeirra verði bólusettir sem fyrst vegna eðlis starfs þeirra segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni

Þrjú ákærð í stóru fíkniefnamáli – Keyptu BMW til að smygla kókaíni
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“

Dóri DNA segist skilja faðmara undirheimana og orðheppni þeirra – „Þetta fer allt í gáma, gámar kjafta ekki“