fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fréttir

Hafa kært lækninn Skúla Gunnlaugsson til lögreglu og vilja að andlát móður þeirra á HSS verði rannsakað sem manndráp

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 1. mars 2021 22:01

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, Sjúkrahúsið í Keflavík. Mynd: Pjetur Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systkinin Guðbjörn Dan, Borghildur Hauksdóttir, Hugljúf Dan Hauksdóttir og Eva Hauksdóttir hafa kært lækninn Skúla Tómas Gunnlaugsson, annan lækni og aðra manneskju, vegna dauða móður þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS). Þetta kom fram í viðtali Harmageddon við þau Guðbjörn og Borghildi í morgun, en áður hefur Eva Hauksdóttir tjáð sig um málið, bæði í skrifum og í samtali við DV.

Systkinin kærðu meðferðina á móður þeirra til Landlæknisembættisins sem skilaði sláandi áliti. Læknirinn sem stýrði meðferðinni á móður systkinanna og setti hana á lífslokameðferð er Skúli Tómas Gunnlaugsson. Hann var sviptur lækningaleyfi vegna málsins en nýlega kom í ljós að hann starfar án leyfis og undir eftirliti á Landspítalanum.

Móðirin var lögð inn til hvíldarinnlagnar á HSS, hún var sjúklingur en ekki í lífshættu. En samdægurs var hún sett í lífslokameðferð. Eiginmanni hennar var tjáð að hún væri dauðvona og það væri ekkert hægt að gera fyrir hana nema reyna að lina þjáningar hennar.

Konan hafði hins vegar ekki hugmynd um þetta sjálf og aldrei var rætt við hana um að hún væri í lífslokameðferð. Lífslokameðferð, sem eingöngu á að setja dauðvona sjúklinga í, og þá ávallt í samráði við ættingja, enda um teymisvinnu að ræða, varir yfirleitt í nokkra daga. En það tók móður systkinanna 11 vikur að deyja á HSS. Smám saman missti hún allan mátt, meðal annars vegna vannæringar.

„Hún stendur í þeirri trú að hún sé bara að koma þarna inn í nokkra daga til að hvíla sig. Það er mjög fljótlega farið að dæla í hana mjög slævandi lyfjum. Hún fær hvorki tækifæri til að hafna eða taka þátt í þeirri ákvörðun að hún sé sett á lífslokameðferð, né fær hún tækifæri til að hafna þessari lyfjameðferð né öðrum inngripum í hennar líkama,“ sagði Borghildur Hauksdóttir við Harmageddon.

Systkinin lýstu því hvað móðir þeirra hefði þjáðst mikið af þessari óþörfu lyfjagjöf. Hún reyndi að hafna lyfjunum með því að láta út úr sér töflur. Þá fékk hún lyf í æð. Hún sleit frá slönguna og þá voru settir plástrar. Er hún reif frá plástrana var þeim komið fyrir undir herðablöðunum svo hún náði ekki til þeirra.

Ekkert í sjúkraskrá konunnar benti til þess að hún hefði nokkurn tíma verið á þeim lyfjum sem dælt var í hana á HSS. Leið henni mjög illa af lyfjagjöfinni og sérstaklega fór morfín illa í hana.

„Sýkingar voru ekki meðhöndlaðar með sýklalyfjum né fékk hún þann vökva sem hún þurfti. Hún var orðin alveg grindhoruð þegar hún fór. Þetta var kona sem var í góðum holdum þegar hún kom þarna ellefu vikum áður. Þannig að það var ekki haldið að henni, hvorki vökva né næringu, ekki skrýtið þó að brái hratt af fólki undir svona aðstæðum,“ sagði Borghildur ennfremur.

Guðbjörn Dan segir að álit Landlæknis hafi verið sláandi lesning. Samkvæmt álitinu var konan sett í lífslokameðferð að tilefnislausu enda var hún ekki með neina lífsógnandi sjúkdóma. 

Sem fyrr segir hafa systkinin kært þrjá heilbrigðisstarfsmenn til lögreglu vegna málsins og þau vilja að dauði móður þeirra verði rannsakaður sem manndráp. „Á meðan verið er að rannsaka hans mál þá er hann að dunda sér á göngum Landspítalans,“ sagði Guðbjörn en hann er mjög sleginn yfir því að Skúli sé enn starfandi sem læknir eftir hinar alvarlegu niðurstöður sem Landlæknir hefur birt um aðdragandann að dauða móður Guðbjörns.

Systkinin staðhæfa að þráfaldlega hafi verið logið að þeim um ástand móður þeirra. „Það var logið upp í opið geðið á okkur,“ segir Borghildur. „Hún var ekki dauðvona, langt því frá,“ segir hún ennfremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður

Pírataspjallið logaði vegna færslu Dóru Bjartar – Segir fólk búa til fantasíur til að vera með hræðsluáróður
Fréttir
Í gær

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“

Ríkið borgar manni miskabætur sem hótaði ítrekað að birta nektarmyndir – „Það er gott að þú hatir mig“
Fréttir
Í gær

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca
Fréttir
Í gær

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði Svandís að segja eftir að Landsréttur vísaði kæru sóttvarnarlæknis frá – „Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst““

Þetta hafði Svandís að segja eftir að Landsréttur vísaði kæru sóttvarnarlæknis frá – „Þetta er það sem við ætlum að gera fyrst““
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur vísar kærunni um sóttkvíarhótelið frá dómi – Dómur Héraðsdóms stendur

Landsréttur vísar kærunni um sóttkvíarhótelið frá dómi – Dómur Héraðsdóms stendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan í farsóttarhúsinu sem lagði ríkið stígur fram – Flaug út til að jarða móður sína – „Þetta er frelsissvipting, þetta er hræðilegt“

Konan í farsóttarhúsinu sem lagði ríkið stígur fram – Flaug út til að jarða móður sína – „Þetta er frelsissvipting, þetta er hræðilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Frægir íbúar Grafarvogs taka þátt í pípusölu kirkjunnar

Frægir íbúar Grafarvogs taka þátt í pípusölu kirkjunnar