Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Fréttir

Enn fannst mygla í Fossvogsskóla – Upplýsingum um það haldið frá foreldrum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 09:00

Fossvogsskóli. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir að ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæði Fossvogsskóla finnst mygla þar enn. Þetta kemur fram í niðurstöður greiningar Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnum sem voru tekin í húsnæðinu þann 16. desember síðastliðinn. Upplýsingum um þetta hefur að sögn verið haldið frá foreldrum barna í skólanum.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að sýnin hafi verið rannsökuð 18. og 19. janúar og niðurstöðurnar hafi verið birtar 22. janúar. Verkfræðistofan Verkís hafi unnið skýrslu úr þeim en hún hafi ekki verið birt opinberlega né fyrir foreldrum nemenda í skólanum.

Morgunblaðið hefur eftir Sigríði Ólafsdóttur, sem á barn sem veiktist mikið vegna myglunnar, að ekkert samráð sé á milli borgarinnar og skólastjórnenda og foreldra nemenda í skólanum. „Engar upplýsingar berast til foreldra barnanna. Það eru engin úrræði sem standa okkur til boða. Ekkert samráð haft við okkur, ekki neitt,“ hefur Morgunblaðið eftir henni.

Hún sagði jafnframt að foreldrafélagið og skólaráð Fossvogsskóla hafi beitt sér af fremsta megni í baráttunni en það sé afar erfitt að eiga við borgina. „Við erum bara fólk í sjálfboðavinnu að eiga við risabatterí hjá Reykjavíkurborg,“ sagði hún.

Hún sagði einnig að foreldrar hafi ítrekað óskað eftir að sýni yrðu tekin í skólanum því mörg börn hafi veikst þrátt fyrir framkvæmdi og þrif. „Við vildum að þeir sýndu fram á það að allt væri raunverulega í lagi því börnin voru enn þá veik. Þá var því lofað að skólinn yrði þrifinn í gegn,“ sagði hún. Í kjölfarið voru sýni tekin og fundur um niðurstöðurnar var haldinn 17. febrúar.  Sagði Sigríður að foreldrarnir hafi ekki verið látnir vita af honum, hafi eiginlega bara frétt þetta í fjölmiðlum.

Hún sagðist ekki gefa mikið fyrir þær endurbætur sem hafa verið gerðar á skólanum eftir að myglan kom fyrst upp. „Eins og það blasir við okkur er búið að klúðra þessum framkvæmdum mjög illa. Myglan sem finnst núna er að finnast á sama stað í fjórða sinn, í glænýju þaki. Og þetta kemur stjórnendum alltaf jafnmikið á óvart. Núna er þetta líka farið að líta illa út fyrir það fólk sem staðið hefur í þessu svona lengi, þau eru búin að eyða fullt af peningum í viðgerðir sem hafa mistekist og núna snýst þetta líka um að bjarga ásýnd sinni,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Móðir Bjarna var spilafíkill – „Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi“

Móðir Bjarna var spilafíkill – „Það var í síðasta skipti sem ég sá hana á lífi“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Rauðagerðismálið: Segir lögreglumenn ekki sofa og rannsóknin sé enn á byrjunarreit

Rauðagerðismálið: Segir lögreglumenn ekki sofa og rannsóknin sé enn á byrjunarreit
Fréttir
Í gær

„Við sjáum engan gosóróa eins og er,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu

„Við sjáum engan gosóróa eins og er,“ segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu
Fréttir
Í gær

Almannavarnir um jarðskjálftana: „Þyrla Landhelgisgæslunnar farin á svæðið“

Almannavarnir um jarðskjálftana: „Þyrla Landhelgisgæslunnar farin á svæðið“
Fréttir
Í gær

Vara við torkennilegum símtölum – Bylgja slíkra símtala þessa dagana

Vara við torkennilegum símtölum – Bylgja slíkra símtala þessa dagana
Fréttir
Í gær

Katrín útskýrði fyrir þýskum blaðamanni af hverju baráttan gegn kórónuveirunni hefur gengið svo vel hér á landi

Katrín útskýrði fyrir þýskum blaðamanni af hverju baráttan gegn kórónuveirunni hefur gengið svo vel hér á landi