fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Landspítalinn á neyðarstig – Starfsmenn í sóttkví mæta til vinnu

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 28. desember 2021 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landspítalinn er kominn á neyðarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu frá spítalanum. Ástæðan er álagið sem nú er á honum, en í tilkynningunni segir að helsti áhrifavaldurinn sé hröð útbreiðsla Covid-19 í samfélaginu.

Fram kemur að meira en 100 starfsmenn geta ekki mætt til vinnu og sinnt sjúklingum vegna COVID smits. Og að annar eins hópur  í sóttkví.

Því hefur verið gripið til þess neyðarúrræðis að kalla inn til vinnu starfsmenn sem eru skilgreindir í sóttkví í samfélaginu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Í tilkynningunni segir:

Tiltekinn hluti legurýma er sérútbúinn fyrir sjúklinga sem eru með COVID og þau rými flest í notkun og ekki laus fyrir aðra. Innlögnum á spítalann vegna COVID fer fjölgandi og nú hafa bæst við smit sem hafa hafa greinst óvænt innan spítalans t.d á bráðamóttökum, hjartadeild, Landakoti og fleiri deildum.

Nú er svo komið að margar deildir þurfa að sinna COVID smituðum skjólstæðingum þar sem þeir greinast. Við þetta bætist síðan að ekki hefur náðst að útskrifa fólk sem þegar hefur lokið meðferð á spítalanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun