fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Sláandi myndbönd sýna eyðilegginguna eftir „fjór-fylkja hvirfilbylinn“ í gær – Kona bjargaðist eftir dramatískt neyðarkall á Facebook Live

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. desember 2021 15:30

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi hvirfilbylja myndaðist yfir miðríkjum Bandaríkjanna seint á föstudagskvöld og fram á laugardagsmorgun. Olli óveðrið gríðarlegri eyðileggingu í að minnsta kosti fjórum ríkjum Bandaríkjanna og óttast er að fjöldi látinna kunni að fara yfir 100. CNN greindi frá því nú í morgun að fjöldi látinna sé nú að minnsta kosti 70.

Tilkynnt hefur verið um 30 hvirfilbylji sem mynduðust í sex ríkjum. Sá sem mestri eyðileggingu olli skreið yfir fjögur ríki Bandaríkjanna, Arkansas, Missouri, Tennessee og Kentucky, og kann að hafa sett Ameríkumet í lengd. Mun hann hafa skriðið um 360 kílómetra leið og ollið gríðarlegri eyðileggingu og mannfalli.

Afar óalgengt er að hvirfilbyljir snerti niður á þessu svæði í desember og hafa spunnist umræður um það vestanhafs að bylgjan kunni að vera afleiðing hlýnun jarðar af mannavöldum. Joe Biden Bandaríkjaforseti gerði hið minnst að því skóna í gær í ræðu sinni í Hvíta húsinu og voru pólitískir andstæðingar hans í Repúblikanaflokknum snöggir til að gagnrýna hann fyrir að breyta harmleik í pólitískan leik.

Hér að neðan má sjá myndbönd af hvirfilbylnum stóra sem náðist að næturlagi og loftmyndir af eyðileggingunni sem óveðrið olli. Neðst er svo upptaka af neyðarkalli konu sem festist í rústum húss sem eyðilagðist í hvirfilbylnum. Konan starfaði í kerta verksmiðju í Mayfield í Kentucky. Neyðarkallið sendi konan út á Facebook Live.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Antony til sölu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Drengurinn er fundinn heill á húfi

Drengurinn er fundinn heill á húfi
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Uppfært: Maðurinn er fundinn heill á húfi

Uppfært: Maðurinn er fundinn heill á húfi
Fréttir
Í gær

Skyndilegur áhugi eldri íhaldsmanna á Eurovision – Hrifnir af Ísrael og Heru

Skyndilegur áhugi eldri íhaldsmanna á Eurovision – Hrifnir af Ísrael og Heru
Fréttir
Í gær

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“

Sátu fyrir fangaflutningabíl í Frakklandi – Skutu þrjá fangaverði til bana og frelsuðu fíkniefnafól sem ber viðurnefnið „Flugan“
Fréttir
Í gær

Hundruð milljóna gjaldþrot hjá fyrirtæki Ásgeirs – Fékk áður risasekt fyrir skattsvik

Hundruð milljóna gjaldþrot hjá fyrirtæki Ásgeirs – Fékk áður risasekt fyrir skattsvik
Fréttir
Í gær

Hjalti tók strætó upp í Ártún: Ferðin tók aðeins lengri tíma en hann vonaði

Hjalti tók strætó upp í Ártún: Ferðin tók aðeins lengri tíma en hann vonaði