fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Steinar segir að Hjalteyrarmálið hafi verið þaggað niður til að vernda þjóðþekktan einstakling

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. nóvember 2021 08:00

Steinar Immanuel Sörensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Immanúel Sörensson, eitt hinna svokölluðu Hjalteyrarbarna, segir að honum hafi borist trúverðugar upplýsingar um að komið hafi verið í veg fyrir rannsókn á málinu á sínum til að vernda þjóðþekktan einstakling.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Steinari að honum hafi borist nýjar og sláandi upplýsingar frá lögmanni í gær og að þessar upplýsingar geti hugsanlega skýrt af hverju engin rannsókn fór fram á starfsemi barnaheimilisins á Hjalteyri við Eyjafjörð á sínum tíma eða að hún hafi jafnvel verið stöðvuð. Steinar segist telja þessar upplýsingar mjög trúverðugar.

„Þetta eru upplýsingar um að Hjalteyrarmálið hafi verið þaggað niður þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða. Einstakling sem að nokkru leyti bar ábyrgð á að svo fór sem fór og að málið var ekki upplýst á sínum tíma. Mér brá mjög illa, því mig hefur alltaf grunað að eitthvað ósagt stæði í veginum fyrir því að rannsóknin færi fram,“ er haft eftir Steinari.

Hann sagði að árum sama hafi hann grunað þetta, eða allt frá því að hann hóf baráttu fyrir því að réttlætið myndi ná fram að ganga en aldrei hafi hann órað fyrir að hugsanlega væri verið að halda hlífiskildi yfir opinberri persónu á kostnað barnanna.

Tímabilið sem hann vísar til er þegar Vistheimilanefnd var að rannsaka starfsemi annarra barnaheimila. Þeirri rannsókn lauk í sumum tilvikum með afsökunarbeiðni og sanngirnisbótum en ekkert var aðhafst vegna Hjalteyrarheimilisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir