fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Fangelsisdómur blasir við fyrrum framkvæmdastjóra – Sagður hafa vanrækt að borga rimlagjöldin

Ritstjórn DV
Laugardaginn 20. nóvember 2021 16:00

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann á fimmtugsaldri fyrir meiri háttar brot gegn skattalögum við rekstur tveggja fyrirtækja og fyrir peningaþvætti. Er maðurinn sagður hafa vanrækt að standa skil á staðgreiðsluskilagreinum einkahlutafélags um nokkurra mánaða skil á tímabilinu 2017 til 2019. Samanlagt eru svikin þar sögð nema um sjö og hálfri milljón.

Þá er hann jafnframt sagður hafa vanrækt að standa skil á innheimtum virðisaukaskatti við rekstur þess sama fyrirtækis sem nam samkvæmt áætlunum Skattsins tæpum 14 milljónum á árunum 2017 og 2018.

Úr ákærunni má lesa að árið 2019 hafi maðurinn snúið sér að öðru fyrirtæki en haft uppi sama háttalag, þ.e. að skila ekki inn virðisauka- og staðgreiðsluskilagreinum samkvæmt reglum þar um.

Árið 2019 er hann sagður hafa vanrækt að greiða samtals 1,4 milljón í staðgreiðsluskatt til hins opinbera og aðrar 13 milljónir í innheimtan virðisaukaskatt.

Samanlagt námu þannig meint skattsvik mannsins samkvæmt ákærunni rúmum 35 milljónum.

Málið var þingfest nú í nýliðinni viku og er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“