fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Skynsemi er fyrirsjáanleg segir Tómas og gagnrýnir Áslaugu og Þórdísi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. nóvember 2021 06:59

Tómas Guðbjartsson Mynd: Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðsviði LSH og prófessor við HÍ, skrifar grein á Vísi þar sem hann gagnrýnir ákall Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, sem báðar gegna ráðherraembættum, um afnám allra sóttvarnaaðgerða hér á landi. Hann segir ákall þeirra hafa verið gert í nafni einstaklingsfrelsis og óspart hafi verið vísað til Dana og Norðmanna sem fyrirmynda – í þessum löndum væri lífið leikur einn.

Tómas bendir á að í þeirri snúnu fimmtu bylgju faraldursins, sem við glímum við núna, hafi oft verið kallað eftir fyrirsjáanleika, ekki síst frá samtökum atvinnulífsins og sumum stjórnmálamönnum. Hann nefnir í því samhengi nýlegt ákall Áslaugar Örnu og Þórdísar Kolbrúnar um afnám sóttvarnaaðgerða hér á landi.

„Ráðagóður Þórólfur fékk ómaklega gagnrýni, en hann, líkt og og undirritaður, vöruðu við afléttingum, ekki síst með viðkvæma stöðu Landspítala í huga. Til allrar hamingju voru landamæri okkar ekki opnuð upp á gátt, en því miður var látið undan miklum þrýstingi ýmissa hagsmunaaðila og öðrum takmörkunum aflétt of hratt. Afleiðingarnar blasa nú við í sögulega hárri tíðni Covid-sýkinga,“ segir Tómas.

Hann bendir síðan á að enn einu sinni sé hættustig á Landspítalanum, gjörgæsludeildirnar fullar upp í rjáfur og staðan á smitsjúkdómadeilinni mjög þung sem og á lungnadeildinni og að hún þyngist daglega. „Sama þróun hefur orðið í fyrirmyndarlöndunum Danmörku og Noregi, sem í skyndi hafa innleitt Covid-takmarkanir,“ segir hann síðan.

„Afleiðing hárrar smittíðni hér á landi endurspeglast í þeirri staðreynd að önnur ríki vara nú þegna sína við ferðalögum til Íslands. Er þetta fyrirsjáanleikinn sem ferðaþjónustan og samtök atvinnurekanda voru að auglýsa eftir, og það frá sjálfum ráðherra málaflokksins? Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hann og víkur síðan að ráðherrunum tveimur og segir: „Það verður að teljast skrítið að ráðherrar skuli stíga fram undir formerkjum einstaklingsfrelsis og afnema takmarkanir sem eru nauðsynlegar og settar á með mannúð og hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Skoðanaskipti eiga vissulega rétt á sér, en ráðherrar verða að gæta orða sinna og varast að berja í falskar pólitískar bumbur. Skynsemi er nefnilega merkilega fyrirsjáanleg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv