fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fréttir

Niðurstöðu að vænta í Rauðagerðismálinu á næstu dögum

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 17. október 2021 11:28

Frá aðalmeðferð í málinu í september. mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudaginn næstkomandi verður fjögurra vikna frestur sem dómari í Rauðagerðismálinu hefur til þess að dæma í málinu, en málflutningi sækjanda og verjenda þeirra fjögurra sem ákærð eru í málinu lauk 23. september.

Fjögur eru ákærð fyrir að hafa staðið í sameiningu að morðinu á Armando Beqirai, sem skotinn var til bana með hljóðdeyfðri skammbyssu þann 14. febrúar fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík.

Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa orðið Armando að bana með því að hafa falið sig við hús Armandos í Rauðagerði og þegar Armando kom út úr bílskúrunum, skotið hann níu sinnum í líkama og höfuð með .22 kalíbera Sig Sauer skammbyssu. Armando lést af skotáverkunum.

Shpetim Querimi er sakaður um að hafa ekið Angjelin þetta kvöld að húsi Armandos við Rauðagerði, sett hann þar út og beðið svo nokkrum húsalengdum frá uns Angjelin gaf honum merki um að sækja sig. Því næst óku þeir út úr borginni til Varmahlíðar í Skagafirði, en stöðvuðu bíl sinn í útskoti við Kollafjörð þar sem þeir losuðu sig við byssuna með því að henda henni út í sjó, þar sem lögregla fann hana.

Hin tvö eru Murat Selivrada og Claudia Sofia Soelho Carvalho, portúgölsk kona fædd 1990, en þau eru sökuð um að hafa aðstoðað Angjelin við morðið með því að fylgjast með ferðum Armando þetta kvöld og sent honum skilaboð þegar hann ók af stað heim til sín. Claudia sagðist fyrir dómi ekki hafa vitað hvað til stæði, og aðeins komist að því degi síðar að Angjelin hefði myrt Armando. Hún sagðist hafa kynnst Angjelin í júlí 2020, og hafa aldrei gerst brotleg við lög. Hún hefur búið á Íslandi í 10 ár.

Saksóknari krefst þess að þau verði öll dæmd í fangelsi, og 16-20 ára fangelsisdóms yfir Angjelin Sterkaj. Þá gerir fjölskylda Armandos tug milljóna bótakröfu úr hendi ákærðu í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hryllileg aðkoma í Súlunesi – Margrét undraðist að hún væri handtekin en ekki foreldrarnir

Hryllileg aðkoma í Súlunesi – Margrét undraðist að hún væri handtekin en ekki foreldrarnir
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”

Hvetur foreldra til að huga að þessu – „Óbærileg fyrir börn og ungmenni sem finna sig iðulega með öllu vanmáttug í þessum aðstæðum”
Fréttir
Í gær

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Í gær

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta