fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Telur tíma Guðmundar liðinn eftir reiðilegt viðtal við RÚV: „Hann skaðar leikmennina með því að tjá sig á þennan hátt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. janúar 2021 22:58

Guðmundur Guðmundsson. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er á þeirri skoðun, eftir að hafa séð þjálfara sem heldur ekki jafnvægi, í kvöldfréttum, að hans tími er liðinn. Það getur enginn þjálfari skellt skuldinni á aðra með eins miklum látum og ég sá hann gera í fréttum í kvöld. Þjálfarinn er kominn það mikið úr jafnvægi að ég sé ekki annað en að hann skaði leikmenn sína með því að tjá sig á þennan hátt,“ segir Sigmundur Steinarsson í stuttu spjalli við DV í kvöld.

Sigmundur er fyrrverandi yfirmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins, rithöfundur og höfundur fyrstu handknattleiksbókar á Íslandi, Strákarnir okkar, sem kom út árið 1993. Sigmundur er einnig þekktur fyrir ritverk sín um sögu íslenskrar knattspyrnu og árið 2012 hlaut hann sérstaka viðurkenningu KSÍ fyrir umfjöllun sína um íslenska knattspyrnu.

Tilefni orða Sigmundar er viðtal RÚV við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í kjölfar leiks Íslands og Frakklands á HM. Viðtalið hefur vakið mikla athygli en Guðmundur fer þar mjög hörðum orðum um gagnrýnisraddir á landsliðið, ekki síst orð landsliðsmannsins fyrrverandi Loga Geirssonar, sem er sérfræðingur RÚV á HM.

Sjá einnig: Guðmundur öskureiður yfir gagnrýni á landsliðið – „Sérfræðingar RÚV eru að tjá sig á niðrandi hátt“

Í færslu sem Sigmundur skrifaði á Facebook eftir viðtal RÚV við Guðmund kemur hann Loga Geirssyni til varnar og segir gagnrýni hans á landsliðið réttmæta. Segir Sigmundur að viðbrögð Guðmundar við gagnrýni eftir slaka frammistöðu gegn Sviss komi á óvart. Pistillinn er eftirfarandi:

„Logi bregst ekki!

Logi Geirsson er alltaf samkvæmur sjálfum sér og hefur staðið sig frábærlega, eins og Arnar Pétursson, sem leikgreinendur á leikjum Íslands á HM í handknattleik. Logi stendur enn og aftur uppi sem sigurvegari! Það kom mér og mörgum á óvart, þegar reyndur þjálfari íslenska liðsins snéri tapi gegn Sviss upp í leiftursókn; réðist að mönnum á Íslandi og sagði þá hafa skapað væntingar og kallaði þá: „Stóru sérfræðingarnir!“

Hann pirraði sig á skoðun annarra eftir slaka frammistöðu í sókn gegn döpru svissnesku liði, sem hann sagði sterkt. Logi var ekki sammála styrkleikanum; sagði að hann sæi betur en heyrði. Logi sagði að íslenska landsliðið væri ekki unglingalandslið! Það á að geta betur gegn svissnesku liði sem væri byggt upp á leikmönnum sem leika í deildarkeppni í Sviss, sem væri ekki sterk.

Logi sagði fyrir leikinn gegn Sviss: „Þjálfari og leikmennn verða að sýna meira en þeir hafa gert!“

Þegar sýnt var frá sókn íslenska liðsins gegn Sviss, sem var hnoð, sagði Logi: „Ég fæ í magann, þegar ég sé þetta.“

Logi var ánægður með leik liðsins í fyrri hálfleik gegn Frökkum og sagði að það væri allt annað að sjá til liðsins. „Guðmundur hefur farið eftir mínum ábendingum, er ég bað um meiri hraða. Það var eins og hafi verið tekið úr handbremsu!“

Logi sagði eftir leikinn gegn Frökkum, 26:28, að það væri honum að þakka að Bjarki Már hafi skorað 9 mörk. Hann hefði farið var eftir ábendingum hans, og bætti við: „Það var sorglegt að sjá þegar strákarnir voru tveimur mörkum yfir – og sýndu hvað þeir geta; hvers vegna ekki náðist að loka leiknum? Við hefðum jarðað Sviss með svona leik,“ sagði Logi.

Enn og aftur bregst Logi ekki í sjónvarpssal. Hann og Arnar lesa leikinn afar vel og svöruðu ásökunum úr óvæntri átt mjög vel.“

 

Í viðtali sínu við RÚV sagði Guðmundur að það væri allt í lagi að gagnrýna en gagnrýnin yrði að vera fagleg og sanngjörn. Telur hann gagnrýni Loga vera langt frá því að standast þær kröfur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi