fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Fréttir

Bræðurnir Einar og Ágúst opna pizza stað í Garðabæ – Fjögurra ára fangelsi og ákæra í kerfinu

Heimir Hannesson
Mánudaginn 18. janúar 2021 16:00

mynd/samsett skjáskot slaes.is og ruv.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bræðurnir Einar og Ágúst Arnar Ágústssynir hafa opnað veitingastaðinn Slæs í Garðabænum, nánar tiltekið við Iðnbúð 2. Inni á heimasíðu veitingastaðarins nýja er hvergi vikið að eignarhaldi eða ábyrgðarmönnum félagsins og þeir hvergi nefndir á nafn. Heimildir DV herma þó að staðurinn sé að fullu í eigu bræðranna. Þá segir í frétt Fréttablaðsins um málið að Megn ehf. sé skráð fyrir léninu slaes.is, en DV sagði frá því í júní að bræðurnir væru aftur farnir á kreik og þá með félagið Megn ehf.

Bræðurnir Einar og Ágúst hafa verið kallaðir „Kickstarter-bræðurnir“ og eru einna þekktastir fyrir aðkomu sinni að yfirtöku á félagi Zuista á Íslandi og viðamiklu fjársvikamáli á síðunni Kickstarter.

Einar, eldri bróðirinn, hlaut í héraðsdómi árið 2017 þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik sem hann framdi með því að blekkja nokkra einstaklinga til þess að afhenda sér 74 milljónir króna. Í dómnum, sem staðfestur var af Landsrétti, segir að brot Einars hafi verið úthugsuð, brotavilji Einars einbeittur og þau staðið yfir í langan tíma. Þá sagði þar að hann ætti sér engar málsbætur.

Fengu þeir þá meðal annars styrk frá Tækniþróunarsjóði til þess að þróa áfram sólarselluhugmyndir svipuðum og þeim sem þeir seldu á Kickstarter. Þrátt fyrir milljónir í styrki og fjárfestingar bólaði aldrei neitt á sólarsellu framleiðslunni. Raunar sagði Stundin að hugmynd bræðranna bryti í bága við náttúrulögmál og framleiðslan væri þar með ómöguleg.

Aðkoma bræðranna að Zuistahreyfingunni var einnig mikið til umræðu á liðnum árum. Munu bræðurnir hafa tekið félagið yfir með loforðum um að trúfélagsgjaldið sem rennur úr ríkissjóði yrði greitt til skráðra meðlima að frádregnu umsýslugjaldi nokkurs konar. Trúfélagið sótti þá um að fá lóð úthlutaðri frá borginni undir musteri. Ekkert varð af musterinu og skráðir meðlimir fengu aldrei neitt greitt til sín.

Ríkið greiddi út tug milljóna til trúfélagsins, en hélt eftir öðrum greiðslum. Bræðurnir höfðuðu þá mál til þess að fá þær greiðslur út en kröfu þeirra var hafnað.

Zuistaflétta bræðranna er nú fyrir dómi, en ákæra yfir þeim var birt seint á síðasta ári. Þeir neituðu báðir sök við þingfestingu málsins í desember. Í ákærunni sem DV hefur undir höndum kemur fram að aðeins rúm milljón sé eftir á reikningum félagsins af um 85 milljóna greiðslum ríkisins. Héraðssaksóknari krefst þess að gerðar verða upptækar um 50 milljónir sem sitja á reikningum bræðranna og á félögum þeim tengdum. Hvort pizza staðurinn nýi í Garðabænum sé á meðal þeirra eigna liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“

Ummæli Jens Garðars á Alþingi í gær vekja mikla úlfúð – „Fullkomlega ömurlegt“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýna rannsókn lögreglu á alvarlegri líkamsárás á Þjóðhátíð

Gagnrýna rannsókn lögreglu á alvarlegri líkamsárás á Þjóðhátíð
Fréttir
Í gær

Segir tollverði hafa látið sig afklæðast að ástæðulausu og án lagaheimildar

Segir tollverði hafa látið sig afklæðast að ástæðulausu og án lagaheimildar
Fréttir
Í gær

Ódýrast vikunnar hjá Bónus skilað yfir 300 milljóna sparnaði fyrir íslensk heimili

Ódýrast vikunnar hjá Bónus skilað yfir 300 milljóna sparnaði fyrir íslensk heimili
Fréttir
Í gær

Ómar Bragi fengið nóg: „Ömurlegt að heyra í fullorðnu fólki tala svona“

Ómar Bragi fengið nóg: „Ömurlegt að heyra í fullorðnu fólki tala svona“
Fréttir
Í gær

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag

RÚV hafi ekki átt frumkvæði að því að taka Húsó úr birtingu – Vísi frá sér ábyrgð þrátt fyrir eignarhlut og 95 milljóna framlag
Fréttir
Í gær

Alfreð var ekki skemmt: „Svo opna ég og þá eru bara fimm lögreglumenn fyrir utan“

Alfreð var ekki skemmt: „Svo opna ég og þá eru bara fimm lögreglumenn fyrir utan“
Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af „trylltum“ manni

Lögregla hafði afskipti af „trylltum“ manni