fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Fréttir

Stjórnvöld ræða við fleiri lyfjaframleiðendur en Pfizer um bóluefni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 07:45

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld hafa að undanförnu rætt við fleiri bóluefnaframleiðendur en Pfizer um aðkomu að tilraunaverkefni þar sem um 60% fullorðinna yrðu bólusett. Viðræður við Pfizer eru sagðar komnar lengst á veg og í vikunni muni koma í ljós hvort þær beri árangur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu byggjast viðræðurnar við Pfizer, og nú fleiri lyfjaframleiðendur, á þeirri hugmynd að hér á landi yrði um tilraun að ræða þar sem rannsakað verður hvort hægt verði að ná hjarðónæmi hjá heilli þjóð.

Það ætti að vera hægt að ljúka bólusetningum á einni til tveimur vikum ef nægt bóluefni fæst. Hægt væri að nýta upplýsingar, sem fást í þessu verkefni ef af verður, annars staðar í heiminum.

Morgunblaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að hún eigi von á að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar um mitt næsta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“