fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Stjórnvöld ræða við fleiri lyfjaframleiðendur en Pfizer um bóluefni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 07:45

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnvöld hafa að undanförnu rætt við fleiri bóluefnaframleiðendur en Pfizer um aðkomu að tilraunaverkefni þar sem um 60% fullorðinna yrðu bólusett. Viðræður við Pfizer eru sagðar komnar lengst á veg og í vikunni muni koma í ljós hvort þær beri árangur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu byggjast viðræðurnar við Pfizer, og nú fleiri lyfjaframleiðendur, á þeirri hugmynd að hér á landi yrði um tilraun að ræða þar sem rannsakað verður hvort hægt verði að ná hjarðónæmi hjá heilli þjóð.

Það ætti að vera hægt að ljúka bólusetningum á einni til tveimur vikum ef nægt bóluefni fæst. Hægt væri að nýta upplýsingar, sem fást í þessu verkefni ef af verður, annars staðar í heiminum.

Morgunblaðið hefur eftir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að hún eigi von á að búið verði að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar um mitt næsta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið