fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ísland mun bjóða öðrum ríkjum umframbóluefni – Pfizer verður þó ekki boðið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 07:00

Bóluefni gegn Ómíkron verður tilbúið í mars segir forstjóri Pfizer.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk stjórnvöld munu bjóða umframbirgðir af bóluefnum frá Janssen, Moderna og AstraZeneca til annarra ríkja sem þurfa á þeim að halda. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að það sé örugglega betra að fá bólusetningu með Janssen en enga bólusetningu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Kamillu Sigríði Jósefsdóttur, staðgengli sóttvarnalæknis, að umframbóluefni frá Janssen, Moderna og AstraZeneca verði boðin öðrum ríkjum sem þurfa á þeim að halda. „Við áttum stóra samninga við Janssen og AstraZeneca, sem við ætlum sem sagt að bjóða öðrum,“ er haft eftir henni sem og að samningurinn við AstraZeneca hafi ekki verið mjög stór en enn sé svolítið eftir af honum.

Hún sagði að bóluefnin frá Janssen og AstraZeneca fari í COVAX sem er samstarfsverkefni um að útvega fátækum ríkjum bóluefni. Líklega muni umframbirgðir af Moderna fara til annarra Evrópuríkja sem hafa ekki náð samningum um bóluefni en njóta ekki ávinnings af COVAX.

Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. Mynd: Anton Brink

„Við höfum ekki nógu góð gögn varðandi Janssen og Delta sérstaklega, en ef við horfum á það eða ekkert bóluefni, þá teljum við að það sé nú örugglega betra að fá Janssen heldur en ekkert bóluefni,“ sagði hún aðspurð um þá ákvörðun að senda bóluefni, sem við viljum ekki nota, til annarra ríkja. „Við erum ekki í þeirri stöðu að þurfa að horfa á Janssen eða ekkert, þannig að við gerum það sem við getum til þess að hafa þau bóluefni sem við teljum að nýtist okkur best og veiti sem besta vörn,“ sagði hún.

Þau bóluefni, sem öðrum ríkjum verða boðin, hafa ekki enn verið afhent hingað til lands en samið hefur verið um kaup á þeim.

Hvað varðar Janssen þá er talsvert magn til á lager hér á landi og er ekki hægt að senda það annað. „Það er ekki hægt að senda þá skammta annað en þeir munu sennilega nýtast okkur til þess að bólusetja einstaklinga sem við getum ekki tryggt að verði hér nógu lengi til þess að fá seinni skammt. Við munum ekki farga því, eða ég vona að það komi ekki til þess að við þurfum að farga. Það er með góðan fyrningartíma þannig að svo lengi sem við geymum það við viðeigandi aðstæður þá mun það nýtast okkur fram á næsta ár,“ sagði Kamilla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“