fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Sauð upp úr hjá Rósakaffi – Hrottafull árás á konu í Hveragerði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. maí 2021 09:52

Rósakaffi. Mynd; Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður fæddur árið 1992 hefur verið sakfelldur fyrir líkamsárás sem átti sér stað á bílastæði fyrir utan veitingastaðinn Rósakaffi við Breiðumörk í Hveragerði, þann 7. desember árið 2019.

Maðurinn veittist þar að ungri konu og sló hana í andlit þannig að hún féll í jörðina. Í kjölfarið elti hann hana á hlaupum yfir nærliggjandi umferðargötu og kýldi hana þar aftur í andlitið svo hún féll í jörðu. Konan hlaut af þessu bólgur, roða og eymsli yfir báðum kinnbeinum.

Eftir atvikið hótaði hann konunni lífláti og var hann líka ákærður fyrir hótanirnar.

Málavöxtum er lýst svo í texta dómsins:

„Laugardaginn 7. desember 2019 kl. 02:29 barst lögreglu tilkynning um slagsmál fyrir utan Ölverk í Hveragerði og var talið að ákærði hefði ráðist á A, brotaþola í máli þessu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var ákærði kominn heim til sín, en lögreglumenn ræddu við brotaþola og nokkur önnur vitni á vettvangi. Haft var eftir brotaþola að hún hafi verið á Rósakaffi og þegar loka hafi átt staðnum hafi hún farið út. Hafi hún séð æstan strák fyrir utan og spurt hann af hverju hann væri svona pirraður. Hafi hann þá sagt að hann væri ekkert pirraður út í hana en í kjölfarið hafi hann kýlt hana með krepptum hnefa ítrekað í andlitið með þeim afleiðingum að hún hafi dottið. Hún hafi staðið upp og ákveðið að taka mynd af stráknum sem hún kvað heita XXXX. Hafi hann þá veist að henni og kýlt hana ítrekað í andlitið. Hún hafi þá hlaupið inn í Securitas bifreið og beðið ökumanninn um að læsa bifreiðinni. Þá hafi þessi XXXX komið, opnað afturhurðina en ekki komist inn þar sem hann hafi verið dreginn í burtu. Hafi hann þá kallað til hennar að ef hún kærði hann kæmi hann heim til hennar og dræpi hana.“

Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands miðvikudaginn 12. maí. Maðurinn var fundinn sekur og dæmdur 60 daga skilorðsbundið fangelsi. Hann þarf að greiða 300.000 í miskabætur og sakarkostnað sem er vel á aðra milljón króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu