fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 13:45

Við Reykjanes. Mynd tengist frétt ekki beint Mynd/Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um strandið klukkan 12:46. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skömmu eftir strandið losnaði fiskibáturinn af strandstað og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Skrúfa bátsins var löskuð en enginn leki hafði komið að honum. Veður var með ágætum og aðstæður góðar.

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu héldu til móts við fiskibátinn frá Grindavík og TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 13:00. Þegar björgunarskipið var komið að fiskibátnum var þyrla Landhelgisgæslunnar afturkölluð. Fiskibátnum er nú fylgt til hafnar í Grindavík af björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins