fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Öflugur jarðskjálfti í morgun en enginn órói í bili

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 09:35

Mynd: Veðurstofan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðskjálfti að stærðinni 4,5 mældist laust fyrir kl. 9 við Fagradalsfjall í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins. Ekki hefur byrjað skjálftaórói á svæðinu samhliða skjálftanum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Í tilkynningunni er farið yfir atburðarásina frá því síðdegis í gær en hún er eftirfarandi:

„Óróapúls mældist í gær kl. 14:20 og sást á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili. við Litla Hrút.

Kröftug jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 24. febrúar með skjálfta af stærð 5,7 og 5,0. Síðan þá hafa fjölmargir skjálftar yfir 4,0 mælst á svæðinu og tveir skjálftar yfir 5,0. Þeir voru þann 27. febrúar (M5,2) og 1. mars (M5,1). Um 18 000 jarðskjálftar hafa verið staðsettir síðan hrinan hófst.

Í dag (04. mars) kl. 00:59 varð jarðskjálfti 4,1 að stærð 1,4 km SA af Fagradalsfjalli. Mesti virkni virðist vera bundin við Fagradalsfjalli og hefur færst eitthvað SV, miðað við í gær. Órói og skjálftavirkni minkaði eð í nótt, enn jókst aftur um 05-leitið. 15-20 skjálftar yfir 3 að stærð hefur mælst frá miðnætti.

Uppfært kl 09:10: Jarðskjálfti af stærð 4.5 mældist kl 08:54 við Fagradalsfjall. Skjálftinn fannst vel á suðvestur horni landsins. Órói hefur ekki byrjað aftur samhliða skjálftanum.“

Mynd: Veðurstofan
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum