fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Nýr samningur við Pfizer

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 15:53

mynd/pfizer

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópusambandið og Pfizer hafa gert samning um kaup á 200 milljónum fleiri skammta af bóluefni en áður var um samið. Þá var einnig samið um kauprétt á 100 milljón skömmtum til viðbótar.

RÚV greinir frá þessu en í frétt þeirra kemur fram að Íslendingar muni njóta góðs af þessum auka skömmtum. Samningurinn gæti þýtt að hátt í 30 þúsund fleiri Íslendingar fái bóluefni frá Pfizer á næsta ársfjórðungi.

Skiptingin á bóluefninu sem Evrópusambandið fær er skýr og mun Ísland, samkvæmt RÚV, fá 57 þúsund skammta á næsta ársfjórðungi. Þá segir einnig að Ísland muni allt í allt fá 340 þúsund fleiri skammta umfram það sem áður hafði verið búist við. Það ætti að duga til að bólusetja 170 þúsund Íslendinga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Í gær

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Í gær

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“