fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Björgólfur hættir sem forstjóri Samherja – Þorsteinn Már einn forstjóri

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 12. febrúar 2021 14:06

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgólfur Jóhannson hefur látið af störfum sem forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu Samherja. Hann tók við starfinu í nóvember 2019 eftir umfjöllun Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu en í kjölfar þess þá steig Þorsteinn Már Baldvinsson til hliðar. Björgólfur gengdi starfinu einn þangað til í mars 2020 þegar Þorsteinn Már kom aftur til starfa og voru þeir saman forstjórar þá. Nú er Þorsteinn hins vegar aftur einn forstjóri fyrirtækisins.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að ásakanir á hendur Samherja séu komnar fyrir dómstóla.

„Þar gefst loks tækifæri til hreinsa nöfn þeirra sem ranglega eru sakaðir, ekki með brotakenndum frásögnum í fjölmiðlum, heldur með kerfisbundnum, réttum og lögmætum hætti,“ skrifar Eiríkur S. Jóhannsson, stjórnarformaður Samherja, í tilkynningunni.

Björgólfur hefur verið kjörinn formaður hlítingarnefndar Samherja en sú nefnd hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðu Samherja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi