fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Reynir og Trausti hafa keypt Mannlíf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 18:02

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason ritstjóri og Trausti Hafsteinsson , fréttastjóri Mannlífs, hafa keypt vörumerkið Mannlíf og lénið mannlif.is af Birtingi útgáfufélagi. Birtingur útgáfufélag er í eigu Goðdala sem er 100% í eigu Sigríður Dagnýjar Sigurbjörnsdóttur.

Um er að ræða fréttavef sem hefur vakið athygli fyrir hörð og umdeild fréttaskrif undanfarna mánuði. Vefurinn kynnir sig sem beittan og lifandi fjölmiðil. Auk Reynis og Trausta eru þeir Kristjón Kormákur Guðjónsson og Hjálmar Friðriksson blaðamenn á ritstjórn miðilsins. Eru þetta allt þrautreyndir blaðamenn.

Í fréttatilkynningu vegna kaupanna segir:

„Reynir Traustason segir ánægjulegt að fá tækifæri til að leiða Mannlíf áfram og nú sem eigandi. „Við höfum verið í mikilli sókn undanfarin misseri. Af lestrarmælingum má ætla að lestur Mannlífs sé í dag talsvert meiri en samanlagður lestur þeirra þriggja netmiðla sem við bárum okkur saman við þegar ég hóf störf sem ritstjóri Mannlífs. Á bilinu 50-60 þúsund lesendur heimsækja vef
Mannlífs að jafnaði á hverjum degi og við munum halda áfram að höfða til ört stækkandi lesendahóps.“

Kaup Reynis og Trausta eru í gegnum einkahlutafélagið Sólartún ehf, sem er að 75 prósent hluta í eigu Reynis og Trausti er eigandi að 25 prósenta hlut í félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið