fbpx
Miðvikudagur 31.desember 2025
Fréttir

Þetta áttu að gera ef þú færð senda nektarmynd af barni

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 9. febrúar 2021 18:00

Skjáskot úr myndbandi Barnaheilla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barnaheill – Save the Children á Íslandi deildi í dag færslu með myndbandi þar sem farið er yfir hvað skal gera ef þú færð senda eða finnur nektarmynd af barni eða unglingi á netinu.

Í myndbandinu er útskýrt hvað skal gera ef nektarmyndin er send til þín eða hún finnst: „Stundum verða börn og unglingar fyrir því að nektarmynd af þeim er deilt á netið,“ segir í myndbandinu. „Fáirðu senda eða finnur nektarmynd af barni eða unglingi á netinu, EKKI DEILA henni áfram. Tilkynntu hana til Ábendingalínu Barnaheilla á barnaheill.is, finndu strokleðrið og fylltu út tilkynningu með nægum upplýsingum um hvar efnið er að finna.“

Á vefsíðu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að finna þetta umrædda strokleður. Ef ýtt er á það kemur upp síða þar sem hægt er að tilkynna um nektarmyndir af börnum og unglingum. . „Þú getur hjálpað okkur að eyða efni af netinu sem ekki á að vera þar.“

Hér er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á netinu sem varðar börn eða er beint gegn börnum og unglingum undir 18 ára aldri.

https://www.facebook.com/BarnaheillSavetheChildrenIceland/videos/131879422121048

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Í gær

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár

Læknar sakaðir um að falsa sjúkraskýrslu – Til rannsóknar hjá landlækni í þrjú ár
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök

Telur að Úkraínustríðið endi sem „frosin“ átök
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt

Úrskurðir ársins II: Meint heimavinnandi húsmóðir, fasteignasali í myglu og flug í vitlausa átt