fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Kári hefur litla trú á orðum Svíans – „Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. janúar 2021 08:59

Kári Stefánsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttastofa RÚV hafði um helgina eftir Richard Bergström, yfirmanni bóluefnamála Svía, sem á sæti í samninganefnd framkvæmdastjórnar ESB um bóluefni, að reikna megi með að bólusetningu við kórónuveirunni verði lokið hér á landi um mitt næsta sumar. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gefur ekki mikið fyrir þessi orð Bergström.

„Þegar þessi Svíi sem býr í Sviss segir okkur að þetta verði í fínu lagi og að við verðum komin með hjarðónæmi um mitt ár þá finnst mér það vera með nokkrum óíkindum (sic). Það liggur við að ég spyrji hvað hann sé að reykja,“ sagði Kári í samtali við visir.is.

Í viðtalinu við RÚV sagði Bergström að það sé raunhæft að ætla að bólusetningu verði lokið á Íslandi og í Svíþjóð og Noregi um mitt næsta sumar. Hann sagði jafnframt að þótt hægt gangi að fá bóluefni eins og er þá muni það breytast mikið í mars.

„Mér finnst hann tala glannalega, nema hann viti eitthvað sem við vitum ekki, þegar heilbrigðisráðherra segir að við fáum lágmark 38 þúsund skammta fyrir lok mars,“ hefur visir.is eftir Kára sem sagði að gríðarlegt magn bóluefna þurfi að berast hingað til lands fljótlega eftir mars ef spá Bergström um hjarðónæmi á að geta ræst.

„„Það myndi gleðja fáa meira en mig ef hann hefði rétt fyrir sér en mér finnst hann í tali sínu haga sér svona eins og hinn týpíski Íslendingur sem segir: „þetta reddast“,“ sagði Kári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt