fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fréttir

Skuggalegt að sjá menn fagna Twitter-banni Trumps – „Atli, éttu skít.“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 9. janúar 2021 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Skuggalegt hversu margir fagna svæsnum ritskoðunartendensum samfélagsmiðlarisanna sem nú eru að koma úr skápnum sem sannkallaðir skuggabaldrar. Tækifærismennskan virðist útiloka það að fólk hugsi þetta til enda. Það ætti að skylda alla til að lesa Orwell.“

Þetta skrifar blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson í pistli sem hann birti á Facebook í dag. Veltir hann þar vöngum yfir stöðu tjáningarfrelsisins í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti var bannaður á samfélagsmiðlinum Twitter, en margir hafa fagnað þeirri ákvörðun ákaft.

Sjá einnig: Hart deilt um ritskoðun á Trump – Jakob efast um að margir hafi reiknað dæmið til enda

Sjálfskipaður dómstóll

„Þessi yfirlýsta nútral veita er ekki lengur nútral. Heldur sjálfskipaður dómstóll,“ skrifar Jakob og heldur áfram: „Að fólk sjái ekki hættuna sem er þessu samfara er sorglegt. Ritskoðun þessi byggir ekki á prinsippum, guidelines sem eru samkvæmar sjálfum sér heldur hentistefnu eða geðþótta; ætluðum áhrifum. Hvar á að draga þá línu? Ef Katrín Jakobsdóttir segir X þá er hún sek af því að líklegt má telja að margir taki mark á henni. En ef Jói á bolnum segir X þá er hann saklaus því sennilega taka nú ekki margir mark á honum?!“

Enginn áhugi eða innistæða fyrir slíku

Jakob segir þetta aðför að réttarríkinu og þeirri grundvallarreglu að gagnvart lögum skuli allir vera jafnir.

„Þetta er aðför að réttarríkinu því gagnvart lögum skulu allir jafnir. Aukinheldur felst í þessu yfirlýsing þeirra sem þarna um véla að þeir beri þá ábyrgð á öllu sem þarna er sett fram; allri helvítis holskeflu netníðs og eineltis. Það er ef menn vilja vera samkvæmir sjálfum sér. En það er auðvitað enginn áhugi eða innistæða fyrir slíku. Ekkert slíkt stendur til. Afstaða fólks til þessa getur ekki grundvallast á því að ef þú ert ósammála skoðunum viðkomandi, þá sé óhætt að beita ritskoðun af þessu tagi. Annars sé hún ótæk?! Tjáningarfrelsi snýst ekki um að verja viðteknar skoðanir.“

Samfélagsmiðlar grundvallist á því að hver maður sé ábyrgur fyrir eigin orðum og það séu dómstólar, en ekki einstaka fyrirtæki sem dæmi um hvenær tjáningarfrelsið er misnotað.

„Þessir samfélagsmiðlar grundvallast á því að hver maður sé ábyrgur orða sinna. Þannig og á þeim forsendum hafa þessar veitur náð yfirburðamarkaðsstöðu. Það heitir nú falskar forsendur. Misnoti menn tjáningarfrelsið þá eru til dómstólar, löglega skipaðir, sem fást við slík mál.“

Éttu skít

Alti Fannar Bjarkarson, fjölmiðlamaður, skrifar athugasemd við pistil Jakobs og segir að Jakob hafi nú ekki tekið slaginn í gegnum tíðina fyrir menn sem hafa verið bannaðir á samfélagsmiðlum

„Ég vildi líka að þetta væri svona einfalt með dómstólana. Ég sé bara ekki alveg hvernig kona sem vann við að telja atkvæði í Georgíu og þarf að fara huldu höfði eftir að forseti Bandaríkjanna dreifir lygum annarra um að hún sé föðurlandssvikari eigi að finna skjól hjá dómstólum. Er btw ekkert sannfærður að það komi eitthvað að gott úr þessum nýjustu aðgerðum. Hef bara fylgst með afleiðingum þess að Trump misnoti platformið sitt og ég skil að Twitter kæri sig ekki um að fíntjúnaður algórythminn þeirra verði með beinum hætti til þess að æstur múgur ráðist á þinghúsið og leiti að varaforsetanum til að hengja hann.“

Jakob tók þessa athugasemd, að því er virðist, óstinnt upp

„Tók ég ekki slaginn en geri það núna af því að þetta er Trump? Atli, éttu skít.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband af hrottalegum slagsmálum við Pizzuna – Brotin rúða og hágrátandi börn – Möguleg tenging við árásina í dag

Myndband af hrottalegum slagsmálum við Pizzuna – Brotin rúða og hágrátandi börn – Möguleg tenging við árásina í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Rúnar dæmdur í fangelsi – Sagði að um ástarsamband hafi verið að ræða – Með metamfetamín við Árbæjarkirkju

Jón Rúnar dæmdur í fangelsi – Sagði að um ástarsamband hafi verið að ræða – Með metamfetamín við Árbæjarkirkju