fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 23. september 2020 19:35

mynd/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harðar nágrannadeilur blossa nú á Arnarnesinu, en í dag féll dómur þar sem kröfum nágranna Ragnheiðar Elínar Clausen gegn henni voru ýmist vísað frá eða Ragnheiður sýknuð af þeim.

Nágrannar Ragnheiðar keyptu hús á Arnarnesinu árið 2017 og fengu það afhent 1. janúar næsta árs. Nágrannarnir sögðu í stefnu sinni að ein helsta ástæða þess að þau keyptu húsið væri staðsetning hússins og útsýni þaðan til norðurs og vesturs til Esjunar og út yfir Snæfellsnesið. Það virðist svo hafa komið fólkinu nokkuð á óvart að tréin í garði Ragnheiðar Elínar laufguðust að vori til, og urðu þau þess þá áskynja, að útsýnið skemmdist að töluverðu leyti. Í dómnum segir: „Um vorið hafi stefnendum orðið ljóst að trén byrgðu verulega útsýni þeirra til norðurs og því hafi þeim ekki verið unnt að njóta þess útsýnis sem þau hefðu reiknað með þegar þau keyptu eignina.“

Fram kemur í dómnum að Ragnheiður Elín hafi búið í húsinu síðan 1998, eða í 22 ár.

Deilan tæplega tveggja ára gömul

Í janúar 2019 var málið komið til lögmanna nágrannanna sem sendu Ragnheiði kröfu um að skera trén niður og buðust til þess að greiða fyrir framkvæmdina. Við því varð hún ekki. Í febrúar var erindið ítrekað, án árangurs. Lögmaður Ragnheiðar svaraði þá og sagði að nágrannarnir höfðu ekki sýnt fram á með neinum hætti hvernig trén yllu þeim tjóni, hvort sem það væri með skýrslum um skuggavarp eða öðru. Sagði hann jafnframt að trén veittu palli Ragnheiðar skjól og að Ragnheiður mæti þau réttindi hennar jafnrétthá eða hærri en væntingar nágrannanna til meiri útsýnis.

Þrátt fyrir tilraunir aðila til þess að ná lendingu í málið, m.a. með aðkomu Hjörleifs Björnssonar skrúðgarðyrkjufræðinga og Þorgríms Haraldssonar skrúðgarðyrkjumeistara, endaði málið fyrir dómara.

Í stefnu nágranna Ragnheiðar er vísað í kvaðir í afsali hússins hjá bænum, þar sem meðal annars kemur fram að kvaðir séu lagðar á „í þeim tilgangi að hið skipulagða íbúðarhúsahverfi verði sem fegurst og friðsælast og húseigendur byrgi sem minnst útsýni hver fyrir öðrum,“ og að skerðingin brjóti gegn óskráðum reglum nábýlisréttar. Var þess krafist að Ragnheiður Elín skæri trén á lóð sinni sem standa nær nágrannalóðinni en fjórum metrum niður í 180 cm að hámarki.

Ragnheiður sagði máli sínu til stuðnings að bæði hún og trén hafi verið á sínum stað áður en nágrannarnir keyptu húsið, og að þau hafi mátt vita að hverju þau gengu. Þá hafi trén verið á sínum stað fyrir 1977 þegar byggingarreglugerð sem geymir ákvæði um trjágróður á lóðum íbúðarhúsa tók gildi.

Nágrönnum gert að borga brúsann

Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Ragnheiði bæri ekki að skera trén niður, en ætti samt að tryggja að greinar af trjágróðri á hennar lóð yxu ekki yfir á lóðir annarra. Var henni því gert að skera þær greinar sem þar vaxa innan þriggja mánaða, en sæta ella 30.000 krónu dagsektum sem renna til nágranna sinna.

Að öðru leyti var kröfum stefnenda ýmist vísað frá, eða Ragnheiður sýknuð af þeim, líkt og fyrr segir. Þá voru nágrannarnir jafnframt dæmdir til þess að greiða Ragnheiði 800 þúsund krónur í málskostnað.

Dóminn má nálgast í heild sinni hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi