fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögregla í átökum við mann vopnaðan hnífi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. júlí 2020 08:34

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laust fyrir miðnætti í gærkvöld fékk lögregla tilkynningu um mann með hníf við skemmtistað í miðborginni. Reyndi maðurinn að veitast að öðrum manni. Er lögregla kom á vettvang reyndi maðurinn að komast undan en lögreglumenn yfirbuguðu hann og beitti varnarúða. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Alls voru 88 mál bókuð frá kl. 17 í gær til kl. 5 í morgun og að sögn lögreglu var þó nokkur erill. Milli tíu og tuttugu útköll voru vegna kvartana um hávaða í heimahúsum.

Laust fyrir kl. 18 var farsíma stolið úr afgreiðslu í fyrirtæki í borginni. Starfsmenn eltu þjófinn uppi og skömmu síðar handtók lögregla hann. Reyndist hann vera með aðra muni í vörslu sinni sem hann gat ekki gert grein fyrir, talið vera þýfi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa.

Maður var sleginn með glasi í höfuðið á skemmtistað í Hafnarfirði. Gerandinn var farinn af vettvangi þegar lögregla kom.

Nokkrar fleiri líkamsárásir eru tilgreindar, sem og innbrot, en upplýsingar um þau mál eru mjög takmarkaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi