fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Níu ára íslenskur drengur kallaður n-orðinu í skólanum – Þetta er svo sárt

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 6. júní 2020 21:21

Frá friðsamlegum samstöðumótmælum sem voru haldin á Austurvelli fyrir helgi vegna dauða George Floyd. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk móðir birti í kvöld átakanlega frásögn af reynslu níu ára sonar síns á Facebook sem var kallaður n-orðinu í skólanum. Faðir yngsta sonar hennar er bandarískur, dökkur á hörund, og sonurinn því af blönduðum kynþætti. 

Ekki í fyrsta skipti

Hann bar sig sæmilega vel en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta orð er notað um hann af öðrum íslenskum krökkum til að særa. Hálft í hvoru langar mig ekki að segja frá þessu af því mig langar ekki að útskýra neitt eða ræða hvers vegna okkur finnst þetta vont. Það meiðir líka að útskýra svo ég ætla bara sleppa því. Ég heyri orðin óma: „Já en hann er svo ljós á hörund“…Einmitt!,” skrifar hún.

Um heim allan hafa brotist út mótmæli vegna harðræðis lögreglu í garð blökkumanna en um tvær vikur eru síðan George Floyd lést eftir að lögreglumaður kraup með hné á hálsi hans þar til hann kafnaði. 

Ég hata rasisma

Móðirin segir að í fyrradag hafi hún komið að syni sínum grátandi inni í stofu og hann hafi sagst ekki geta hætt að hugsa um örlög George Floyd sem einmitt kallaði á mömmu sína stuttu áður en hann lést.  Sonurinn spurði: Hvað á ég að gera mamma? „Svo sparkaði hann og lamdi í sófann og tárin runnu „I want to bring him back mom, i‘ts a bad world, I hate racism“. Þá grétum við bæði. „Mér þykir þetta svo leitt,“ sagði ég. „Ég veit þetta er svo sárt“.”

Móðirin birti frásögnina með leyfi sonar síns í lokaðri Facebookfærslu sem aðeins vinir hennar sjá. Hún gaf DV leyfi til að birta frásögninan en baðst undan því að nafn hennar yrði birt þar sem málið væri afar viðkvæmt og sonur hennar í miklu uppnámi.  Hún vonast til að fólk átti sig á þeim kynþáttafordómum sem eru við lýði á Íslandi.

Frásögnin í heild sinni

Birt með leyfi yngsta sonar míns:

Sonur minn kom heim úr skólanum í vikunni og sagði mér að hefði ekki verið góður dagur. Hann hefði verið kallaður n- orðinu af jafnaldra sínum. Fannst það samt pínu skrýtið því sá strákur væri líka ættaður frá öðru landi. Hann bar sig sæmilega vel en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta orð er notað um hann af öðrum íslenskum krökkum til að særa. Hálft í hvoru langar mig ekki að segja frá þessu af því mig langar ekki að útskýra neitt eða ræða hvers vegna okkur finnst þetta vont. Það meiðir líka að útskýra svo ég ætla bara sleppa því. Ég heyri orðin óma: „Já en hann er svo ljós á hörund“…Einmitt!

Barnið er 9 ára og hann þekkir uppruna sinn bæði íslenskan og bandarískan. Ég er ekki viss um að jafnaldrar hans þekki endilega uppruna hans jafn vel en það kemur ekki í veg fyrir að hann sé notaður til að reyna gera lítið úr honum. Reyndar þekkir barnið til allra ættbálka forfeðra og mæðra sinna og er mjög stoltur af þeim rétt eins og hann þekkir hvaðan ættforeldrar mínir koma og hvernig þau bjuggu.

Í fyrradag kom ég að honum grátandi sárum gráti inni í stofu „ég get ekki mamma, ég bara get þetta ekki ég get ekki hætt að hugsa um hann“. Hann hafði heyrt George Floyd kalla á mömmu sína síðustu augnablik lífs hans, á youtube upptöku, áður en ég svo mikið sem heyrði fregnir af því hvað hafði gerst. „Hvað á ég að gera mamma?“ Svo sparkaði hann og lamdi í sófann og tárin runnu „I want to bring him back mom, i‘ts a bad world, I hate racism“. Þá grétum við bæði. „Mér þykir þetta svo leitt“ sagði ég. „Ég veit þetta er svo sárt“. Ég mun ekki ljúga að honum og ekki þykjast.

Reiðin og sorgin eru universal viðbrögð við hrottaskapnum. Eflaust það sem flestir fundu við að sjá líf manns fjara út undir hreinni valdníðslu og hatri. En það er augljóst hvernig sonur minn sjálfur þekkir sig í veröldinni, þegar hann stappar í sig stálinu til að segja við vin í online tölvuleik: „I‘m sorry if I start crying, it‘s just that you know, that man the police killed, George Floyd he was one of my tribe“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“