fbpx
Fimmtudagur 09.júlí 2020
Fréttir

Rafmagnað andrúmsloft á aðalfundi SÁÁ – Blaðamanni vísað í burtu

Jón Þór Stefánsson
Þriðjudaginn 30. júní 2020 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamanni DV var vísað frá aðalfundi SÁÁ sem mun hefjast klukkan 17:00 í dag. Blaðamaður fékk þau svör að  þetta væri vegna sóttvarna og fleiri en 500 mættu ekki koma saman. Fáir voru þó mættir þegar blaðamann bar að garði.

Blaðamaðurinn mætti á Hilton Reykjavík Nordica-hótelið á Suðurlandsbraut, en þar fer aðalfundurinn fram. Við inngang fundarsalar var starfsmaður sem sá um að hleypa fólki inn á fundinn, þar kynnti blaðamaðurinn sig sem slíkan og var í kjölfarið tekin til hliðar á meðan að einhver gæti tekið ákvörun um hvort fjölmiðlafólk ætti að hafa aðgang að fundinum.

Blaðamaður fullyrðir að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað. Starfsmaðurinn tilkynnti henni síðan þau skilaboð framkvæmdastjóra SÁÁ að blaðamönnum yrði ekki heimill aðgangur að fundinum vegna smitvarna. Fullyrt var að það ætti við um blaðamenn frá öllum miðlum. Þá segir blaðamaðurinn að þetta hafi komið ýmsum fundargestum á óvart og að augljóslega hafi umrædd ákvörðun ekki verið tilkynnt fyrirfram.

Formaðurinn tvístíga

Fréttastjóri DV hafði samband við núverandi formann SÁÁ skömmu áður enn að áðurnefnt atvik átti sér stað til að spyrja um aðgang fjölmiðlafólks að fundinum en hann hafði áður fengið þær upplýsingar að fréttaljósmyndurum yrði óheimilt að vera á fundinum. Fréttastjóri vildi þá komast að því hvort sömu reglur giltu um blaðamenn. Formaður sagði bæði að blaðamenn mættu ekki koma á fundinn vegna sóttvarna, en nokkru síðar í samtalinu að erfitt væri að  segja til um hvort að blaðamenn mættu mæta, í raun þyrfti öll stjórnin að taka ákvörðun um það.

SJÁ NÁNAR: Frambjóðandi til formanns SÁÁ: Hann vill ráða einn en ég vil dreifa valdinu

Líkt og DV hefur fjallað mikið um þá munu formannskosningar fara fram í kvöld. Einar Hermansson og Þórarinn Tyrfingsson sækjast eftir kjörinu, en mikil átök hafa verið í aðdraganda kosninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Umsjónarlæknir COVID-deildar furðar sig á eyðslunni – „Milljarðar í skimanir er augljós sóun á almannafé!“

Umsjónarlæknir COVID-deildar furðar sig á eyðslunni – „Milljarðar í skimanir er augljós sóun á almannafé!“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár

Sexmenningarnir í Hvalfjarðargangamálinu: Samtals 22 ára fangelsi – Jara í Goldfinger fékk 3 ár
Fréttir
Í gær

Jóhannes uppljóstrari sagður hafa dregið sér fé frá Samherja til að fjármagna fíkniefnaneyslu

Jóhannes uppljóstrari sagður hafa dregið sér fé frá Samherja til að fjármagna fíkniefnaneyslu
Fréttir
Í gær

Perlu sagt að losa sig við tíkina sem deyfir kvíðann hennar – „Ég tárast við að skrifa þetta“

Perlu sagt að losa sig við tíkina sem deyfir kvíðann hennar – „Ég tárast við að skrifa þetta“
Fréttir
Í gær

„Stjörnunuddarinn“ Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson ákærður fyrir að nauðga fjórum konum

„Stjörnunuddarinn“ Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson ákærður fyrir að nauðga fjórum konum
Fréttir
Í gær

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi

Trump sparkar erlendum nemendum í fjarnámi úr landi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti aðstoð vegna stoðkerfisvandamála

Ákærður fyrir að nauðga fjórum konum sem hann veitti aðstoð vegna stoðkerfisvandamála
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Repúblikanir í vandræðum

Repúblikanir í vandræðum