fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Svar við sláandi auglýsingu Samtaka áhugafólks um spilafíkn – Háskóli Íslands situr hjá

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 20. júní 2020 10:00

Spilakort geta nýst til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka, sem spilarinn ákveður fyrir fram. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formenn Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ segjast skilja að það brenni á Samtökum áhugafólks um spilafíkn að koma á úrbótum fyrir spilafíkla.

„Við höfum oft heyrt frá forsvarsfólki Samtaka áhugafólks um spilafíkn (SAS) og tillögugerð okkar hnígur að sama markmiði. Við skiljum vel að fólk innan SAS þrýsti á aðgerðir, en Íslandsspil geta ekki ein og sér komið á breytingum. Það er í höndum stjórnvalda og þætti okkur fengur að því ef SAS beitti sér á þeim vettvangi,“ segir í sameiginlegu svari til DV frá formönnum Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ, en þessi félög eiga saman Íslandsspil.

Skila skömminni til rekstraraðila

Samtök áhugafólks um spilafíkn birtu heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu á miðvikudag, með lista yfir nöfn stjórnarfólks í þeim félögum, fyrirtækjum og stofnunum sem koma að rekstri spilakassa á Íslandi. Þau birtu hana síðan aftur í helgarblaði DV sem kom út í gær. „Í stjórnum þessara félaga sitja einstaklingar sem láta átölulaust að fólk sem er veikt af spilafíkn spili frá sér aleiguna. Spilafíklar, börn þeirra, fjölskyldur og vinir, skila skömminni af spilakössum til þeirra sem eiga þá og reka,“ segir í auglýsingunni.

Háskóli Íslands enn ekki búinn að svara

Spilakassar hér á landi eru reknir af tveimur aðilum: Íslandsspilum og Happdrætti Háskóla Íslands. DV óskaði á miðvikudag eftir viðbrögðum frá öllum þeim félögum, fyrirtækjum og stofnunum sem koma að rekstri kassanna. Enn hafa hvorki borist svör frá Happdrætti Háskóla Íslands né Háskóla Íslands.

Spurningarnar sem DV sendi vegna auglýsingarinnar voru eftirfarandi:

Finnst ykkur þetta vera sanngjörn gagnrýni?
Hafið þið sett ykkur í samband við fulltrúa Samtaka áhugafólks um spilafíkn vegna þessa eða hyggist þið gera það?
Komið þið til með að grípa til aðgerða vegna auglýsingarinnar, annað hvort vegna spilakassanna sjálfra eða gagnvart Samtökunum?
Hvaða viðbrögð hafið þið fengið vegna auglýsingarinnar?

Svar formanna í heild sinni

Sameiginlegt svar frá formönnum Rauða krossins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og SÁÁ er hér í heild sinni:

Formenn samtakanna þriggja sem eiga Íslandsspil sendu sl. föstudag frá sér tillögur að bættu fyrirkomulagi peningaspila hérlendis. Bent var á að slíkar ráðstafanir myndu vissulega hjálpa fólki með spilavanda og einnig fyrirbyggja spilavanda. DV fjallaði meðal annars um þessar tillögur. Þar var bent á að upptaka á svokölluðu spilakorti sem nær til allra peningaspila væri forsenda þess að ná árangri. Vel hefur tekist til með þetta fyrirkomulag á hinum Norðurlöndunum. Samtök áhugafólks um spilafíkn, SAS, hafa mælt með upptöku á slíku korti, þannig að þar erum við á sama báti. Til að þetta verði að veruleika þarf atbeina dómsmálaráðuneytisins og að öll líknar-, mannúðar- og íþróttasamtökin og Háskóli Íslands sem standa að peningaspilum taki þátt. Við bíðum eftir fundi með dómsmálaráðherra um þetta mál.

Fyrirhugað spilakort virkar þannig að allir þurfa að hafa það til að geta tekið þátt í peningaspilum, hvort sem er í spilakössum eða á innlendum netsíðum. Kortið nýtist til að halda fjárhæð spilunar innan ákveðinna marka sem spilarinn ákveður fyrirfram og getur ekki breytt strax. Hann getur líka lokað fyrir aðganginn.

Við höfum oft heyrt frá forsvarsfólki SAS og tillögugerð okkar hnígur að sama markmiði. Við skiljum vel að fólk innan SAS þrýsti á aðgerðir, en Íslandsspil geta ekki ein og sér komið á breytingum. Það er í höndum stjórnvalda og þætti okkur fengur að því ef SAS beitti sér á þeim vettvangi.

Vandséð er að lokun spilakassa hafi tilætluð áhrif á aðstæður þeirra sem glíma við spilavanda. Erlendar netsíður með peningaspilum eru mikið sóttar og þar eru netspilakassar og íþróttaveðmál vinsælust. Árið 2019 spiluðu Íslendingar fyrir 4,5 milljarða króna á tíu vinsælustu erlendu netspilasíðunum samkvæmt gagnaöflunarfyrirtækinu H2 Gambling Capital. Þessar erlendu síður þurfa ekkert leyfi hér á landi. Á hinum Norðurlöndunum hefur verið brugðist við þessu með innlendum netspilasíðum með afar góðum árangri. Spilakortin taka einnig til þessara innlendu netleikja og þannig skapast heildstætt umhverfi til að hjálpa þeim sem eiga í spilavanda. Þannig verða tekjur einnig eftir í landinu, í stað þess að renna til erlendra fyrirtækja sem ekkert leggja til mannúðar,- íþrótta- eða hjálparstarfs á Íslandi.

Við skiljum ákafa forystufólks SAS að koma á úrbótum, sem endurspeglast meðal annars í umræddri auglýsingu.

Auglýsingin birtist í Fréttablaðinu á miðvikudag og aftur í helgarblaði DV í gær.

Sjá nánar: Við græddum á veikum spilafíklum – Heilsíðuauglýsing með nafnalista stjórna sem reka spilakassa.

Fjallað um málið í nýjasta helgarblaði DV þar sem einnig er birt reynslusaga fyrrverandi eiginmanns spilafíkils. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi