fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan svarar Gísla – Sekta ekki ökumenn á göngugötu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 1. júní 2020 18:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Marteinn Baldursson, fjölmiðlamaður, furðaði sig á því á Twitter að lögreglan geti valið og hafnað hvaða lögum hún fylgi. Með spurningunni deildi hann mynd þar sem lögregla sést keyra á Laugarvegi þar sem gatan er skilgreind sem göngugata og annar venjulegur fólksbíll ekur í kjölfarið, án þess að lögregla hafi afskipti af honum. Gísli bjóst þó líklega ekki við því að fá svör frá lögreglunni, en sú varð þó raunin.

„Af hverju kemst lögreglan upp með að velja hvaða lög hún fílar og hver ekki? Megum við hin líka velja okkur lög til að hundsa,“ spyr Gísli á Twitter og merkir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, með færslunni. Það var þó ekki Áslaug sem svaraði fyrir málið, heldur lögreglan sjálf.

„Heill og sæll Gísli Marteinn. Það er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum,“ svarar lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu.

Sekta ekki að svo búnu

Gísli skýrði þá fyrirspurn sína og benti á að á myndinni sem hann deildi má sjá lögreglu á mótorhjóli og hefðbundinn fólksbíl keyra á eftir. Lögreglan hafi látið það óátalið.

„Rétt, en við höfum ekki farið þá leið að byrja að sekta þarna, enda eru merkingar þess eðlis að við teljum ökumenn hreinlega ekki átta sig á breytingunni. Auk þess eru hlið ekki lokið, til að hreyfihamlaðir komist leiðar sinnar. Mögulega ertu ósammála þessu, en matið er okkar,“ svarar lögregla þá að bragði.

Ekki ánægja með svörin

Svör lögreglunnar fóru ekki vel í netverja sem kölluðu það meðal annars hrokafullt, vitleysu og skæting. Einn benti á tilvik þar sem ökumaður keyrði á gangandi vegfaranda á göngugötunni þar sem sá síðarnefndi neitaði að víkja fyrir akandi umferð, sem er bönnuð á þessum stað. „Best að taka það fram að enginn slasaðist í þetta skiptið þótt að bílstjóri hafi hótað því! Bæði munnlega og með höndum“

 

Í síðustu viku voru sett upp skilti til að minna akandi á að hluti Laugarvegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs sé orðinn að varanlegum göngugötum. Illa hefur þó gengið að koma þessum skilaboðum til allra ökumanna sem margir aka enn sína leið niður göngugöturnar.

Netverjar hafa lýst yfir gremju undanfarna daga og greina frá atvikum þar sem þeir hafa reynt að benda ökumönnum á göngugötuskilti en fengið svívirðingar og dónaskap til baka.

Í frétt mbl.is í gær er haft eftir Árna Friðleifssyni, aðalvarðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að byrjað verði að sekta á næstu dögum, Mikið væri um að eftir breytingar sem þessar hreinlega viti ökumenn ekki af breytingunum og þykir því rétt að gefa smá tíma til að aðlagast nýju umhverfi.  Að þessu sinni sé götum ekki lokað með þar til gerðum hliðum, til að hindra ekki aðgengi hreyfihamlaða, og því sé staðan sérstaklega ruglandi fyrir ökumenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi