fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Þröstur styður Atla Rafn og segir Metoo hafa vegið að grundvallar mannréttindum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Með tilkomu Metoo og feministahreyfinganna hefur verið vikið alvarlega frá fyrrnefndum grundvallar mannréttindum. Nú dugar nafnlaus ásökun fyrir brottrekstri, jafnvel útskúfun,“ segir Þröstur Ólafsson, hagfræðingur á eftirlaunum og fyrrverandi verkalýðsforingi.

Tilefnið er mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar en hann hefur stefnt Persónuvernd fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá þeim úrskurði nefndarinnar rift að Borgarleikhúsinu beri ekki að birta honum nöfn ásakenda og innihalda ásakana á hendur honum sem urðu til þess að honum var sagt upp störfum hjá Borgarleikhúsinu árið 2017. Atli var sakaður um kynferðislega áreitni. Aðalmeðferð málsins var fyrir héraðsdómi í gær.

Síðastliðið haust vann Atli skaðabótamál gegn Borgarleikhúsinu vegna uppsagnarinnar og var leikhúsið dæmt til að greiða honum 5,5 milljónir króna í bætur. 

Þröstur hefur áður tekið upp hanskann fyrir Atla í þessum málum og skrifaði harðrorða grein í Fréttablaðið í nóvember í fyrra. Þar sagði meðal annars:

„Það er nafnleyndin sem gerir þessa aðferð femínista svo siðferðislega brenglaða, því nafnleysinginn firrir sig ábyrgð á sannleiksgildinu. Hann er ekki til, nema sem getgáta. Manneskja er borin sök, sá sem það gerir þarf ekki að sýna mikla tilburði til að færa sönnur á atburðinn. Hvernig er hægt að verjast ákæru þar sem kærandinn er án nafnnúmers eða hulinn búrku? Það er kallað réttleysi.“

Í tilefni af máli Atla gegn Persónuvernd skrifar Þröstur pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann segir að enginn ætti að vera dæmdur eða rekinn úr starfi án gildra sannanlegra ásakana. Hann segir Metoo og feministahreyfinguna hafa vegið að þessum grundvallar mannréttindum:

„Atli Rafn berst fyrir því að fá að vita á hverjum hann framdi þau alvarlegu brot að reka þurfti hann umsvifalaust úr starfi. Það er einn af hornsteinum réttarríkisins, sem við viljum trúa að hér sé við lýði, að enginn verði dæmdur nema sannanir liggi fyrir broti hans og allir aðstandendur afbrotsins hafi fengið sanngjarna málsmeðferð. Með tilkomu Metoo og feministahreyfinganna hefur verið vikið alvarlega frá fyrrnefndum grundvallar mannréttindum. Nú dugar nafnlaus ásökun fyrir brottrekstri, jafnvel útskúfun.

Fróðlegt verður að fylgjast með málsvörn Persónuverndar sem lagði blessun sína yfir meðferðina á Atla Rafni. Honum hafi verið dæmdar bætur fyrir ranglega uppsögn. Því ætti að gera gildari kröfur til þess að hann verði upplýstur um á hverjum hann braut sem leiddi til hins ranglega brottreksturs, því það á að vera ófrávíkjanlegt að enginn er dæmdur eða rekinn úr starfi án gildra sannanlegra ásakana. Hafi framferði hans verið óafsakanlegt þá verður hann að bíta í það súra epli. Því miður þekkjast fleiri dæmi þar sem þjóðþekktir menn eru teknir fyrir og sviftir ærunni fyrir gamlar ásakanir um kynfeðisáreitni án þess að þeir geti borið hönd fyrir höfuð séð, því ásakandi er oftast nafnlaus.

Hér virðist siðlausasta orðtak tungunnar haft í heiðri: Tilgangurinn helgar meðalið.“

Áhugaverðar umræður eru undir færslunni þar sem Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR, minnir á að fjöldi kvenna hafi orðið að þjást í þögn vegna þess að þær gátu ekki fært sönnur á ásakanir sínar gegn karlmönnum um kynferðisofbeldi. Hann segir:

„Hversu margar konur hafa orðið saklaus fórnarlömb í tilraun þeirra til að sporna við kynferðislegu ofbeldi gegn þeim? -Ég held þær séu óteljandi.
Um leið og það er ömurlegt að einhver sé hugsanlega að verða að ósekju fyrir barðinu á hreyfingu til að breyta þessu og að „kerfið“ verji ekki viðkomandi, minni ég á að þetta sama kerfi hefur svipt fjölda kvenna tækifæri til að verja sig. „Kerfið“ er langt í frá fullkomið og við þurfum að bæta það í heild til að einhver sanngirni fáist. Hér þarf að hugsa út fyrir rammann, að mínu mati, og bæta réttarkerfið.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“

Ásdís Rán komin með lágmarksfjölda meðmælenda – „Þetta var auðveldara fyrir hina“
Fréttir
Í gær

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer

Jón Magnús um þráhyggju virkra í athugasemdum – Bólusetningum kennt um allt sem úrskeiðis fer
Fréttir
Í gær

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“

Sundlaugargestir æfir yfir fyrirhuguðum breytingum: „Notið peningana í þarfari hluti“