fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Icelandair íhugar að ráða flugfreyjur sem ekki eru félagar í Flugfreyjufélagi Íslands

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair á í gríðarlegum fjárhagsvanda og verður að sækja sér tugi milljarða á næstunni til að tryggja framtíð félagsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sagt að eitt mikilvægasta atriðið í því sé að gera nýja kjarasamninga við flugmenn, flugvirkja og flugfreyjur. Samningar hafa náðst við flugvirkja og flugmenn en ekki við flugfreyjur. Stefnt er að því að ná fram rúmlega 20% hagræðingu í launakostnaði og á því verkefni að vera lokið fyrir hluthafafund á föstudaginn þar sem tekin verður ákvörðun um hvort ráðist verði í 30 milljarða króna hlutafjárútboð.

Markaður Fréttablaðsins segir í dag að Icelandair Group íhugi að láta reyna á kjarasamningsákvæði fyrir dómi til að hægt verði að ráða flugfreyjur, sem standa utan Flugfreyjufélags Íslands, til starfa, ef samningar nást ekki við Flugfreyjufélagið.

„Þetta hlýtur að vera einn af þeim valkostum, sem Icelandair verður að skoða, þar sem staða félagsins er mjög erfið.“

Hefur Markaðurinn eftir Jóni Karli Ólafssyni, stjórnarformanni TravelCo og fyrrverandi forstjóra Icelandair Group. Hann sagði að í flestum kjarasamningum Icelandair séu ákvæði um að félagsmenn viðkomandi stéttarfélaga eigi forgangsrétt að störfum hjá félaginu. Hann sagði að ólíklegt megi teljast að þessi forgangsréttarákvæði standist ef starfsmaður velur að standa utan stéttarfélags.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill

Thelmu var sagt að brjóstakrabbamein væri stíflaður mjólkurkirtill
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás