fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Grunaður innbrotsþjófur handtekinn – Farþegi í strætisvagni slasaðist

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 08:20

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í nótt var karlmaður á fertugsaldri handtekinn nærri fyrirtæki í Garðabæ eftir að innbrotsboð bárust frá því. Maðurinn reyndi í fyrstu að fela sig og síðan hlaupa á brott en lögreglumenn náðu honum. Hann var vistaður í fangageymslu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi missti ökumaður strætisvagns stjórn á vagninum í Breiðholti og ók á ljósastaur, yfir umferðareyju og endaði vagninn á tré. Hann skemmdist mikið og er óökuhæfur. Farþegi í vagninum slasaðist í andliti.

Karlmaður var handtekinn í nótt grunaður um heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu.

Tveir ökumenn voru handteknir, annar í Bústaðahverfi og hinn í Grafarvogi, í nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins