fbpx
Sunnudagur 05.apríl 2020
Fréttir

Þríþrautarsambandið svarar hörðum ásökunum Amöndu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. mars 2020 18:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í seinasta tölublaði DV birtist viðtal við Amöndu Marie, þríþrautarkonu og einkaþjálfara. Í viðtalinu lýsti hún upplifun sinni af Þríþrautarsambandi Íslands og dómsmálinu sem hún höfðar gegn sambandinu.

Amanda hefur farið fram á að Þríþrautarsambandið greiði henni 1,5 milljónir í skaðabætur, auk málskostnaðar. Hún sakar stjórn félagsins um einelti og mismunun. Sambandið synjaði á seinasta ári beiðni hennar um að keppa á vegum þess í svokallaðri elite-þríþrautarkeppni sem fram átti að fara fram í Kirgistan. Henni var hafnað á grundvelli þess að hún hafi ekki náð meintum lágmarkstímum í íþróttinni.

Amanda sagði að tímar þessir væru óljósir og ruglingslegir og að sömu kröfur hefðu ekki verið settar á annað íþróttafólk.

DV hefur nú borist svar frá stjórn Þríþrautarsambandsins vegna málsins, en í því segir eftirfarandi:

„Eins og lýst er í viðtalinu hefur deila staðið á milli Amöndu Marie Ágústsdóttur og Þríþrautarsambands Íslands sem hefur leitt til þess að Amanda hefur höfðað dómsmál á hendur Þríþrautarsambandinu. Deilan hefur grundvallast á kröfum Amöndu um að fá að keppa fyrir Íslands hönd í svokölluðum „elite“-þríþrautarkeppnum, án þess að hafa staðist þau viðmið Afreksstefnu Þríþrautarsambandsins sem íþróttamenn í flokki fullorðinna þurfa að uppfylla, fyrir skráningu í slíkar keppnir.

Stjórn Þríþrautsambands Íslands hafnar því alfarið að Amanda Marie hafi sætt mismunun eða meingerð af hálfu stjórnar Þríþrautarsambands Íslands eða að sambandið hafi á annan hátt brotið lög eða reglur gagnvart henni. Fjallað hefur verið um deiluna á vettvangi dómstóls Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og áfrýjunardómstóls ÍSÍ, en dómarnir eru birtir og aðgengilegir á heimasíðu á vef ÍSÍ. Niðurstaða beggja dómstiga var að vísa sumum kröfum Amöndu frá dómi en hafna öðrum.“

Þá segir einnig í svarinu að Þríþrautarsambandið muni ekki reka málið í fjölmiðlum þar sem það sé til umfjöllunar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Andlát á Suðurnesjum rannsakað sem sakamál – Einn í gæsluvarðhaldi

Andlát á Suðurnesjum rannsakað sem sakamál – Einn í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Kvennablaðið snýr aftur: „Nú er tími til að ræða málin“

Kvennablaðið snýr aftur: „Nú er tími til að ræða málin“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lækna-Tómas hjólar í VG – „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman“

Lækna-Tómas hjólar í VG – „Það er eitthvað mikið rangt við þetta allt saman“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðaþjónustufyrirtæki fengu ekki greitt frá greiðslumiðlunarfyrirtækjum um mánaðarmótin

Ferðaþjónustufyrirtæki fengu ekki greitt frá greiðslumiðlunarfyrirtækjum um mánaðarmótin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frosti og Ólína skrifa opið bréf til sóttvarnaráðs – „Hefði verið mögulegt að draga enn frekar úr hættu á því að COVID-19 bærist inn í samfélagið“

Frosti og Ólína skrifa opið bréf til sóttvarnaráðs – „Hefði verið mögulegt að draga enn frekar úr hættu á því að COVID-19 bærist inn í samfélagið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réðst á starfsmann Nettó Lágmúla og sagðist vera með COVID-19

Réðst á starfsmann Nettó Lágmúla og sagðist vera með COVID-19