fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Stefnubreyting varðandi bólusetningu framlínufólks

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. desember 2020 07:50

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að starfsfólk á smitsjúkdómadeild Landspítalans verði í forgangi hvað varðar fyrstu bólusetningar gegn COVID-19. Fyrir jól var starfsfólkinu tilkynnt að það yrði ekki meðal þeirra fyrstu til að fá bóluefni. Þetta mæltist misvel fyrir hjá starfsfólki deildarinnar, sem er jafnan kölluð A7, því það hefur haft það hlutverk að hjúkra þeim allra veikustu sem hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús vegna COVID-19.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Frá því að faraldurinn hófst hafa 316 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veikinda tengdum COVID-19.

Í gær fékk starfsfólk A7 síðan þau skilaboð að það yrði meðal þess framlínufólks sem verður bólusett í upphafi. Hugsanlegt er að lokið verði við bólusetningu framlínufólks fyrir árslok.

Það er kveðið á um forgangsröðun í bólusetningar í reglugerð en samkvæmt upplýsingum, sem Fréttablaðið fékk frá embætti sóttvarnalæknis, er nánari útfærsla á hvaða framlínufólk fær fyrst bóluefni í höndum stjórnenda Landspítalans. Um 1.000 heilbrigðisstarfsmenn teljast til framlínufólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð