fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Segir Pornhub fullt af barnaníð og hefndarklámi – 15 ára fórnarlamb mannræningja fannst á síðunni

Heimir Hannesson
Sunnudaginn 6. desember 2020 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pulitzerverðlaunahafinn og greinahöfundur New York Times, Nicholas Kristof, segir vefsíðuna Pornhub.com sneisafulla af barnaklámi og öðru ofbeldi í grein í blaðinu fyrir helgi. 15 ára stúlku sem rænt var í Flórída fannst þegar myndbönd af kynferðislegri misnotkun hennar dúkkuðu upp á síðunni.

Kristof skrifar að Pornhub stærir sig af því að vera hressa, prakkaralega andlit kláms á Internetinu. Vefsíðan auglýsir sig á Times Square og setur háar fjárhæðir í góðgerðastarf í sínu nafni á hverju ári. Fyrir vikið fær vefurinn 3,5 milljarða heimsókna á mánuði. Það er meira en Netflix, Yahoo og Amazon. En það er önnur hlið á þessu fyrirtæki, útskýrir hann. „Síðan er sneisafull af nauðgunarmyndböndum. Þeir græða á barnaníð, hefndarklámi, leynilegum upptökum af konum í sturtu, kynþáttaníði og kvenfyrirlitningu, og myndböndum af því er konur eru kæfðar með plastpokum.“ Kristof bendir á að einföld leit að „stelpur undir 18 ára,“ skilar yfir 100 þúsund niðurstöðum. „Í flestum tilfellum sýna myndböndin ekki ofbeldi, en of mörg gera það.“

Stúlkan sem lenti í klóm mannræningja í Flórída og fannst í myndböndum á Pornhub birtist í 58 myndböndum þar. Enn önnur stelpa frá Kaliforníu, 14 ára gömul, var nauðgað og nauðgunin tekin upp á myndband. Myndbandið var sett á Pornhub sem síðar var tilkynnt til yfirvalda en Pornhub aldrei dregið til ábyrgðar fyrir að hafa dreift myndbandinu, segir Kristof.

„Pornhub er eins og Youtube að því leyti að það leyfir almenningi að hlaða upp myndböndum fyrir aðra að skoða. Stór hluti þeirra 6.8 milljóna nýrra myndbanda sem bætist við í flóruna á hverju áru sýna kynlíf á milli samþykkra fullorðinna einstaklinga, en mörg sýna barnaníð og kynferðisofbeldi,“ útskýrir Kristof. „Vegna þess hve erfitt getur verið að greina aldur ungs fólks, hvort það sé 14 ára eða 18 ára, er erfitt að sjá hversu mikið magn af ólöglegu barnaklámi er vistað á síðunni.“

Þá bendir hann á að ólíkt YouTube, þá leyfir Pornhub gestum sínum að hlaða niður myndböndunum af vefsíðunni. Það leiðir til þess að jafnvel þó vefsíðan fjarlægi myndband af nauðgun, þá hefur því eflaust verið hlaðið niður aftur og birtist aftur á heimasíðunni um síðir.

Ættleidd af barnaníðingum

Í viðtali við Kristof segir hin 23 ára gamla Cali, að hún hafi verið ættleidd til fjölskyldu í Bandaríkjunum frá Kína þegar hún var 9 ára gömul. Fjölskyldan nýja gerði hana út og neyddi til að koma fram í klámfengnum myndböndum. Mörg þeirra myndbanda hafa síðan birst á Pornhub og gera enn. Cali segir Pornhub vera hennar mansali og nú 5 árum eftir að hún slapp úr prísund fjölskyldunnar sé enn verið að selja hana. Cali er nú í laganámi, en myndböndin vofa yfir henni hvert sem hún fer. „Ég gæti orðið 40 ára gömul með átta börn en fólk er ennþá að fróa sér yfir myndunum af mér,“ sagði hún í viðtali við blaðamann New York Times, „leitaðu bara að „young asian,“ þú finnur mig örugglega.“ sagði hún. Kristof er þó ekki viss, enda skilar sú leit yfir 26 þúsund niðurstöðum.

Í greininni er jafnframt bent á að fjöldi myndbanda sýnir meðvitundarlausar konur beittar kynferðislegu ofbeldi. „Nauðgararnir opna augnlokin á fórnarlömbum sínum og snerta augu þeirra til að sýna að þau séu alveg meðvitundarlaus.“

Ein nektarmynd eyðilagði líf hennar

Hin 19 ára gamla Serena K. Fleites segir Kristof sögu sína. Fyrir fimm árum, er hún var 14 ára gömul hafði hún aldrei kysst strák áður, þangað til hún kynntist stráki sem var ári eldri en hún. Hann bað um nektarmynd af henni sem hún varð við, og svo aðra, og aðra. Í skólanum varð hún snemma vör við það að skólafélagar hennar horfðu undarlega til hennar. Kom þá á daginn að nektarmyndirnar sem hún sendi stráknum rötuðu á síðuna Pornhub.

„Veröld Fleites hrundi,“ skrifar Kristof. „Það er nógu erfitt að vera 14 ára gömul án þess að bekkjarsystkini þín séu að horfa á nektarmyndir af þér og hlægja og kalla þig dræsu.“ Fleites sagði í viðtali að fólk hefði reynt að kúga hana til að senda fleiri myndir með því að hóta að senda nektarmyndirnar sem þegar voru birtar á netinu á móður hennar.

Strákurinn var rekinn úr skólanum, en Fleites mætti sjálf illa eftir þetta og skipti loks um skóla. Pornhub eyddi myndunum, en birtust fljótt aftur og martröð stúlkunnar eltu hana yfir í nýja skólann. Samband Fleites við móður hennar stirnaði og hún tók að skera sig. Að lokum reyndi hún sjálfsmorð með því að taka allar pillur sem hún fann á heimili hennar. Þrem dögum síðar vaknaði hún á spítala, skrifar Kristof. Hún reyndi síðar að hengja sig.

Fleites ánetjaðist fljótt fíkniefnum, metamfetamíni og morfínskyldum deyfilyfjum. Hún hætti í skóla og flutti út á götuna. 16 ára gömul hóf hún að selja myndir af sér á sölusíðunni Craigslist til að fjármagna líf sitt á götunni. Þær myndir enduðu á Pornhub.

Í dag býr Fleites í bíl sínum með þremur hundum. Hana dreymir um að verða dýralæknir, en viðurkennir að leiðin þangað sé löng. „Það er erfitt að stunda skóla þegar þú býrð í bíl með þrem hundum,“ útskýrði hún fyrir Kristof.

Greinina má nálgast í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi